Gerona Mare, Gerani Chanion.
Vefsíða hótels

Fallegt íbúðahótel á rólegum stað við ströndina í Gerani Chanion. Almenningssamgöngur eru rétt við hótelið og því tekur stuttan tíma að komast í verslanir og veitingastaði og líf og fjör í nágrannabæjunum. Um 25 mínútna gangur er til Platanias.
Í hótelinu eru 17 einstaklega fallega innréttaðar íbúðir, sem skiptast í stúdíóíbúðir sem rúma þrjá einstaklinga og íbúðir með tveimur svefnherbergjum sem rúma allt að fjóra. Innréttingar eru stílhreinar og nútímalegar í ljósum við og brúnum og hvítum litum. Flísar eru á gólfum. Loftkæling er í öllum íbúðunum, sími og flatskjársjónvarp með gervihnattarásum. Í eldhúskrók er ísskápur, helluborð og öll tilheyrandi tæki og tól til eldamennsku. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og baðvörur. Við flestar íbúðirnar eru svalir, búnar húsgögnum og með útsýni yfir hafið en frá nokkrum þeirra er beint aðgengi að sundlauginni. Þráðlaus nettenging er í öllum íbúðum gestum að kostnaðarlausu.
Við hótelið er sundlaug með afmörkuðu svæði fyrir börnin. Sólbaðsaðstaðan við sundlaugarbakkann er fín, með sólbekkjum og sólhlífum. Sturtur eru við laugina.
Beint aðgengi er frá hótelinu niður á ströndina svo að þeir sem kjósa frekar mjúkan sand undir fótum en flísalagðan sundlaugarbakkann eiga hægt um vik. Athugið að ekki eru sólbekkir á ströndinni.
Gerona Mare er frábær kostur fyrir þá sem vilja njóta þess að slaka á í rólegu umhverfi við ströndina en geta komist í iðandi mannlífið í nágrannabæjunum þegar þeim hentar því að almenningssamgöngur eru góðar. Aðeins er um 25 mínútna gangur til Platanias þar sem nóg er af verslunum, veitingastöðum og börum fyrir þá sem vilja kíkja út á lífið. Hægt er að leigja bíl, vespu og hjól á hótelinu en fátt slær þó við gönguferð eftir kyrrlátri ströndinni við sólarlag.
Fjarlægðir
- Strönd: Við strönd
- Veitingastaðir: 25 min í Platanias
Aðstaða
- Sundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir: Við flestar íbúðir
Fæði
- Án fæðis