GF Fañabe, Costa Adeje
Vefsíða hótels

GF Fanabe er fjögurra stjörnu hótel á besta stað á Costa Adeje. Um 10 mínútna gangur er á Playa de Fañabe ströndina þar sem gnægð er af veitingastöðum, börum og verslunum. Skemmtilegur kostur fyrir fjölskyldur.
Hótelið býður upp á hótelherbergi sem taka allt að 3 fullorðna, fjölskylduherbergi fyrir allt að fjóra og junior svítur. Öryggishólf eru gegn gjaldi.
Hótelgarðurinn er fallegur og stór með góðum bekkjum. Fimm sundlaugar eru á svæðinu, aðalsundlaugin er í miðjum hótelgarðinum en hótelið er eins og U í laginu og hafa því mörg herbergi frábært útsýni yfir sundlaugagarðinn en einnig er hægt að hafa útsýni til fjalla. Þrjár af laugunum eru upphitaðar yfir vetrartímann. Einnig er barnalaug og frábært leiksvæði fyrir börn.
Á þaki hótelsins er sólbaðsaðstaða einungis fyrir fullorðna með lítilli sundlaug og bekkjum.
Mikið af afþreyingu er í boði á hótelinu, þar er körfuboltavöllur, inni fótboltavöllur, lítill minigolf völlur og billiard borð sem dæmi. Góð barnadagskrá er í boði með afþreyingu fyrir börnin og mini diskó á kvöldin.
Aðalveitingastaður hótelsins er með morgun- hádegis- og kvöldverðarhlaðborð. Að auki er kaffitería í gestamóttökunni, snakk bar í garðinum þar sem hægt er að fá snarl og drykki og einnig er „roof top“ bar á þakinu.
Frítt wi-fi er á öllu hótelinu og loftkæling í öllum herbergjum.
Á besta stað á Costa Adeje. Skemmtilegt fjölskylduhótel.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 19 km
- Frá strönd: 400 m í Playa de Fanabe
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Nettenging
- Barnasundlaug
- Sundlaug
- Líkamsrækt
- Heilsulind
- Gestamóttaka
- Barnaleiksvæði
- Barnadagskrá
- Bar: Roof top bar
- Veitingastaður
- Skemmtidagskrá
Vistarverur
- Herbergi
- Loftkæling
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið, Hálft fæði