Giberti

Vefsíða hótels

Stórgott elegant hótel á mjög góðum stað í miðborg Veróna. Arena hringleikahúsið er í léttu göngufæri og eins Porta Nuova lestarstöðin. Verslanir og veitingastaðir í götunum í kring og almenningssamgöngur rétt við hótelið.

Í hótelinu eru 80 rúmgóðar vistarverur og er hægt að velja um einstaklings, tveggja eða þriggja manna herbergi. Í Superior herbergjum eru innréttingar klassískar, í millibrúnum við og bláum, gulum og grænum litum. Deluxe herbergin voru gerð upp árið 2013 að forskrift arkitektsins Giampietro Pavan. Þar má segja að ríki nútímalegur elegans þar sem hvítir, dempaðir brúnir og dimmrauðir litir eru ráðandi og á baðherbergjum er ýmist nuddbaðker eða stór sturta, inniskór og kraftmikil hárþurrka. Alls staðar er parkett á gólfum. Loftkæling og upphitun er í öllum herbergjum, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, smábar, öryggishólf, aðstaða til að laga kaffi og te og þráðlaus nettenging. Hárþurrka og baðvörur eru á baðherbergjum.

Morgunverðarhlaðborð er í veitingasal og þegar veður leyfir er hægt að njóta morgunverðarins undir beru lofti í hótelgarðinum. Setustofubar er í hótelinu.

Móttakan er opin allan sólarhringinn, þar er þvotta-, þurrhreinsi- og strauþjónusta samdægurs, og starfsfólk aðstoðar við bílaleigu og miðakaup og pantar snyrti- og nuddmeðferðir fyrir gesti. Reiðhjól standa gestum hótelsins til boða að kostnaðarlausu frá vori fram á haust sem gefur gestum kost á að skoða borgina á skemmtilegan máta.

Hótel Giberti er elegant hótel á mjög góðum staða í hjarta borgarinnar. Porta Nuova lestarstöðin og Arena hringleikahúsið eru í léttu göngufæri og auðvelt er að komast með almenningssamgöngum að öllum helstu kennileitum. Auk þess eru verslanir og veitingastaðir í götunum í kring. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 11 km
 • Veitingastaðir: Allt um kring
 • Miðbær: Í hjarta borgarinnar, göngufæri frá Porta Nuova.

Aðstaða

 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Lyfta
 • Nettenging
 • Veitingastaðir: Veitingasalur með morgunverðarhlaðborði

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun