Gloria Palace San Agustín Thalasso Hotel
Vefsíða hótels
Mjög gott hótel, 600 metra frá ströndinni í San Agustín og með stærsta saltvatnsheilsulind í Evrópu. Nokkrar mínútur með almenningssamgöngum í iðandi mannlífið, veitingastaði og verslanir á Ensku ströndinni.
Í hótelinu eru 448 bjartar og rúmgóðar vistarverur sem skiptast í 35 fermetra herbergi sem rúma frá einum og upp í þrjá og 42-45 fermetra svítur sem rúma tvo upp í fimm einstaklinga. Innréttingar eru stílhreinar og smekklegar, í ljósum við með brúnum eða bláum litum. Ýmist eru flísar eða teppi á gólfum. Loftræsting, sími og sjónvarp eru í öllum vistarverum, smábar og öryggishólf eru gegn gjaldi. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og baðvörur. Við öll herbergin eru svalir eða verönd búin húsgögnum.
Tveir veitingastaðir eru í hótelinu. Á hlaðborðsveitingastaðnum er hægt að fylgjast með kokkunum að störfum og bæði hægt að njóta matarins inni eða úti á verönd. Á veitingastaðnum Gorbea á 9. hæðinni stendur valið um úrval baskneskra og alþjóðlegra rétta af matseðli og útsýnið er ægifagurt. Barirnir eru fjórir, í gestamóttökunni, við sundlaugina og í hótelgarðinum og á setustofubarnum er lifandi tónlist og hægt að stíga dans.
Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar ætlaðar fullorðnum og ein fyrir börnin með sólbekkjum og sólhlífum allt um kring. Á þakveröndinni er einnig sundlaug með sólbaðsaðstöðu og stórkostlegu útsýni. Hluti hennar er nektarsvæði og er aðgangur bannaður 15 ára og yngri.
Stærsta saltvatnsheilsulind Evrópu tilheyrir hótelinu. Þar eru heilir 7.000 fermetrar lagðir undir laugar og saltvatnsmeðferðir af öllum gerðum, nudd- og aðrar heilsumeðferðir. Þar er einnig gufubað og þurrgufa og góð líkamsræktaraðstaða.
Gestamóttaka er opin allan sólarhringinn, þar er hraðbanki, þvottahús og strauþjónusta, kjörbúð og hárgreiðslustofa, bílaleiga og rafmagnshjólaleiga.
Gloria Palace San Agustín er á frábærum stað 600 metra frá ströndinni í San Agustín. Á hótelinu er allt til alls, heilsulind, tennis- og skvassvellir og leiksvæði fyrir börnin. Aðeins tekur nokkrar mínútur að komast með almenningssamgöngum í Maspalomas og á Ensku ströndina. Nokkrir golfvellir eru í næsta nágrenni og njóta hótelgestir sérkjara þar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 km
- Strönd: 600 m frá San Agustín
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Minibar
Fæði
- Hálft fæði