Grand Aston Bali Beach Resort

Vefsíða hótels

Einstaklega glæsileg hótelsamstæða við einkaströnd í strandbænum Nusa Dua.

Í hótelinu eru 188 vistarverur, sem skiptast í 45 fermetra herbergi sem rúma allt að þrjá fullorðna eða tvo fullorðna og tvö börn, og 86 fermetra svítur fyrir tvo. Innréttingar eru stílhreinar og nútímalegar þó að yfirbragðið sé balískt. Parkett er á gólfum. Hvergi er slegið af þægindunum og allar vistarverur eru búnar stillanlegri loftkælingu og upphitun, síma, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, öryggishólf, aðstöðu til að laga te og kaffi og fyllt er á smábar gegn gjaldi. Baðherbergin eru rúmgóð og þar er bæði baðker og sturta, hárþurrka og baðvörur. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu. Við allar vistarverur eru annaðhvort svalir eða verönd með húsgögnum, af sumum er útsýni yfir hafið. 

Gestir hótelsins hafa úr fjórum veitingastöðum að velja. „By the C“ er við ströndina og leggur áherslu á ferskt sjávarfang og alþjóðlega rétti. Á Grand Benoa Resto er matseldin indónesísk, Bali Luna býður upp á alþjóðlega rétti og á Giorgio er maturinn ítalskur. Þrír barir eru í hótelinu, m.a. setustofubar með lifandi píanótónlist á kvöldin og sundlaugarbar.
Hótelgarðurinn er fallegur og gróinn og þar er góð aðstaða með sólbekkjum og sólhlífum. Á ströndinni sem er einkaströnd hótelsins er aðstaðan einnig góð. Sundlaugin líkist náttúrulóni og þar er hægt að synda beint á barinn til að kæla sig niður með ljúffengum kokteil jafnt sem köldu vatni.

Í heilsulindinni er auðvelt að gleyma áhyggjum og amstri hversdagsins í líkams- og andlitsmeðferðum eða hefðbundnu balísku nuddi. Líkamsræktaraðstaða með útsýni yfir Indlandshafið er inn af heilsulindinni og þar er einnig boðið upp á jógatíma. 

Glæsilegt lúxushótel með einkaströnd í Nusa Dua. Öll aðstaða er til fyrirmyndar og næg afþreying á eða við hótelið. Við ströndina er hæg að fara stunda sjóskíði, fallhlífarsiglingar og annað vatnasport og ekki eru margir kílómetrar í næsta golfvöll. Stutt er inn í miðbæ Nusa Dua þar sem er fjöldi veitingastaða, verslana og fallegra staða að skoða.

Fjarlægðir

 • Veitingastaðir: Fjórir á hótelinu
 • Strönd: Einkaströnd

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Minibar: Gegn gjaldi

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun