fbpx Grand Hotel Des Arts | Vita

Grand Hotel Des Arts
4 stars

Vefsíða hótels

Mjög gott hótel á besta stað í miðbænum, stutt frá lestarstöðinni. Veitingastaðir og verslanir í götunum í kring og gamli bærinn er í léttu göngufæri. 

Byggingin sem er í art nouveau stíl var reist fyrir austurríska aðalsfjölskyldu á 3. áratug síðustu aldar og fékk stíllinn að halda sér þegar hótelið hóf starfsemi. Í því eru 124 vistarverur, allt frá litlum einstaklingsherbergjum til tveggja og þriggja manna herbergja. Svítur rúma þrjá. Innréttingar eru stílhreinar og klassískar, ýmist parkett eða marmari á gólfum. Öll nútímaþægindi eru til staðar, loftkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, smábar, öryggishólf, buxnapressa og aðstaða til að laga kaffi og te. Á baðherbergjum er sturta eða baðker, hárþurrka og baðvörur frá L'Occitane. Flestum fylgja inniskór. Háhraðanettenging er í öllum vistarverum. Svalir eða verönd eru við flest herbergin.

Ríkulegt morgunverðarhlaðborð er í veitingasal og því ætti enginn að þurfa að fara svangur út í daginn. Einnig er hægt að fá létta rétti og snarl auk úrvals drykkja á setustofubarnum. Þar er einnig tilvalið að byrja á fordrykk áður en haldið er á einn fjölmargra veitingastaða í næsta nágrenni.

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er bílaleiga og hjólaleiga og er hjólageymsla í hótelinu. Þar er einnig þvotta-, þurrhreinsi- og strauþjónusta, töskugeymsla og aðstoðað er við miðakaup og veitt ráðgjöf um verslunar- og skoðunarferðir. 

Grand Hotel Verona er frábærlega staðsett, stutt frá bæði lestarstöðinni en einnig í léttu göngufæri við gamla miðbæinn, Piazza Bra og Arena-hringleikahúsið. Eins og áður segir er byggingin í art nouveau stíl og hana prýðir fjöldi listaverka og höggmynda. Gott aðgengi er að almenningssamgöngum og þá er ekki úr vegi að leigja sér hjól á hótelinu og skoða nágrennið á þann máta.

 

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 12 km
  • Miðbær: Í miðbænum, gamli bærinn í léttu göngufæri
  • Veitingastaðir: Allt um kring

Aðstaða

  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Herbergi
  • Nettenging

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Kaffivél
  • Minibar
  • Hárþurrka
  • Verönd/svalir: Eru við flest herbergin

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun