Grand Hotel Parkers
Vefsíða hótels

Grand Hotel Parkers er glæsilegt 5 stjörnu hótel í klassískum stíl.
Þetta er fyrsta lúxus hótelið sem byggt var í Napolí árið 1870. Gestamóttakan er stór og íburðarmikil. Á hótelinu er frábær veitingastaður með 1 Michelin stjörnu, George Restaurant. Morgunverðarhlaðborðið er fjölbreytt og hægt er að sitja bæði inni og úti. Á þaki hússins er skemmtilegur bar þar sem hægt er að fá drykki og snarl og njóta útsýnisins. Góð staðsetning miðsvæðis í Napolí.
Á hótelinu eru 79 herbergi og svítur. Herbergin sem eru rúmgóð eru í ítölskum stíl með viðarhúsgögnum. Þau er öll vel útbúin með sjónvarpi, öryggishólfi, hárþurrku, minibar, lúxus baðvörum og frítt þráðlaust internet er um allt hótelið. Lítil líkamsræktaraðstaða er á hótelinu og herbergisþjónusta í boði allan sólarhringinn. Hægt er að fá nudd og fleiri snyrtimeðferðir.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 20 mín
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Morgunverður