fbpx Green Field Hotel, Playa del Inglés | Vita

Green Field Hotel, Playa del Inglés
3 stars

Vefsíða hótels

Hér er hlekkur með öllum helstu upplýsingum um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á hótel Green Field.

Green Field er einfalt og þægilegt íbúðahótel á líflegum stað á Ensku ströndinni, aðeins 5 mínútna gangur niður á strönd. Afþreying á hótelinu og veitingastaðir, verslanir og barir í götunum í kring.

Í hótelinu eru 324 stúdíó og íbúðir með einu svefnherbergi. Standard stúdíó eru 23 fermetrar og rúma tvo fullorðna, Superior stúdíó og íbúðir eru 33 fermetrar og rúma þrjá fullorðna eða tvo fullorðna og tvö börn. Íbúðirnar eru þannig ekki stórar. Innréttingar eru stílhreinar og fallegar, í millibrúnum við og hvítum og túrkisbláum lit. Parkett er á gólfum. Alls staðar eru svalir búnar húsgögnum.
Loftkæling og upphitun er alls staðar, sími og flatskjársjónvarp með gervihnattarásum. Í litlum eldhúskrók er helluborð, ísskápur, brauðrist, kaffivél og nauðsynleg eldhúsáhöld. Öryggishólf er gegn gjaldi. Þráðlaus nettenging er ókeypis. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og handklæði.
 
Morgunverður er af hlaðborði í veitingasal og í hádeginu og á kvöldin svigna borðin undan heitum og köldum réttum, spænskum jafnt sem alþjóðlegum. Á setustofubarnum er lifandi tónlist flest kvöld. Starfsfólk sér um afþreyingu innan og utan dyra frá morgni til kvölds.

Í hótelgarðinum er góð sundlaug, nuddpottur og sérlaug fyrir börnin. Á sundlaugarbarnum fást hamborgarar, pitsur og snarl auk svalandi drykkja. Sólbaðsaðstaðan er hin fínasta með bekkjum og sólhlífum, bæði í kringum laugina en einnig á stórri verönd á 3. hæð. Nektarverönd er á 8. hæð.
Vinsamlega athugið að sundlaugargarður snýr í átt að umferðargötu en steyptur veggur er þar á milli.
Líkamsræktaraðstaðan er með nýjum tækjum, gufubaði og jóga- og teygjutímum á morgnana. Snyrtistofan býður fjölda meðferða og hægt er að panta nudd. 
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er bíla- og reiðhjólaleiga auk þvottaþjónustu. Lítil kjörbúð er í hótelinu.

Green Field er á frábærum stað og góður kostur fyrir þá sem vilja geta slakað á en líka slett úr klaufunum í lífinu og fjörinu í miðbænum. Aðeins 400 metrar niður á strönd og nóg er af veitingastöðum, verslunum og afþreyingu af öllu tagi í léttri göngufjarlægð. Ókeypis bílastæði eru við hótelið. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 30 km
 • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
 • Strönd: 400 m niður á strönd

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi
 • Loftkæling: og upphitun

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun