Guinea apartments
Vefsíða hótels

Íbúðahótelið er staðsett rétt hjá Kasbah í u.þ.b. 300 metra frá ströndinni og í um 15 mínútna göngufæri við Yumbo Centre. Í næsta nágrenni eru bæði verslanir og veitingastaðir.
Einfaldar, bjartar, rúmgóðar og vel búnar íbúðir með einu og tveimur svefnherbergjum. Inn á öllum íbúðum er sjónvarp, baðherbergi og eldhúsaðstaða þar sem má finna m.a. brauðrist, kaffivél, örbylgjuofn og ísskáp. Við hótelið er ágætur sundlaugargarður með góðri sólbaðsaðstöðu. Ekki er þráðlaust internet á hótelinu.
Athugið að tröppur liggja upp í sundlaugargarðinn, en íbúðir á 2.hæð eru með aðgengi beint út í garð. Það er ekki gestamóttaka á Guinea heldur tékka farþegar sig inná Hotel Las Brisas og sækja þar kóða til að komast inn á Guinea.
Aðstaða
- Sundlaug
- Barnasundlaug
- Íbúðir
- Lyfta
Vistarverur
- Sjónvarp
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Kaffivél