fbpx H10 Gran Tinerfe, milli Costa Adeje og Amerísku ströndinni.

H10 Gran Tinerfe, Costa Adeje
4 stars

Vefsíða hótels
  • pin Created with Sketch.

H10 Gran Tinerfe er gott fjögurra stjörnu hótel fyrir 18 ára og eldri. Hótelið er vel staðsett við ströndina á milli Costa Adeje og Amerísku ströndinni. Við hótelið er falleg verönd með útsýni yfir sjóinn og ströndina. Hótelgarðurinn er með þremur sundlaugum, þar af einni upphitaðri.

Hótelið telur tólf hæðir og 348 herbergi. Despacio heilsulindin býður upp á tyrkneskt bað, nuddpotta, sauna og tækjasal. Þar einnig hægt að fá ýmsar meðferðir til heilsubótar gegn gjaldi. Tennisvöllur er við hótelið.

Staðsetning hótelsins er á milli Costa Adeje og Amerísku strandarinnar, Beint aðgengi er að göngugötunni, sem liggur meðfram ströndinni þar sem finna má fjölda verslana af ýmsu tagi. Barir, veitingahús og kaffihús eru á hverju strái. H10 Gran Tinerfe er staðsett rétt hjá hótel Iberostar Bouganville Playa sem er mörgum Íslendingum kunnugt.

Herbergin eru öll loftkæld með hárþurrku, sjónvarpi og síma. Öryggishólf og ísskáp þarf að panta í móttöku og greiða fyrir afnot á meðal dvöl stendur. Hótelið getur ekki ábyrgst að ávallt séu til ísskápar.

Privilege herbergi gefa aðgang að privilege setustofu þar sem hægt er að fá drykki og snarl. Þar eru einnig tölvur og dagblöð. Þessi herbergi eru sama stærð og standard herbergin en með sjávarsýn. 

Á hótelinu eru einnig Junior svítur, sem eru allar í nútímalegum stíl og verulega fallegar. Þær eru mjög rúmgóðar með góðu rúmi og að auki 2ja sæta sófa sem hægt er að breyta í svefnsófa. Svíturnar þarf að sérpanta.

Í garðinum er góð sólbaðsaðstaða og þaðan er útsýni fagurt yfir Atlantshafið. Þar er snakkbar sem og fyrirtaks veitingastaður „El Mirador“ þar sem hægt er að sitja úti að snæðingi undir beru lofti.

Skemmtidagskrá er á hótelinu, bæði á daginn og á kvöldin. Playa de las Americas Casino spilavítið er staðsett á hótelinu. Hægt er að fá strandhandklæði meðan á dvöl stendur og greiða farþegar 15 EUR í tryggingu sem þeir fá endurgreidda þegar handklæðinu er skilað.

Í móttökunni komast hótelgestir í tölvu og þar með internet gegn greiðslu, en frítt þráðlaust net er í sameiginlegu rými.

„Los Meceys Buffet“ er veitingasalur hótelsins og er morgunverður og kvöldverður framreiddur þar. Kokkar veitingastaðarins elda ýmsa ljúffenga rétti fyrir framan matargesti og töfra fram nýjungar á hverju kvöldi.

Fjarlægðir

  • Frá flugvelli: 18 km
  • Frá miðbæ: 20 mín gangur að Parque Santiago
  • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

  • Nettenging: Þráðlaust net án endurgjalds í sameiginlegu rými. Ekki á herbergjum.
  • Sundlaug
  • Líkamsrækt
  • Heilsulind
  • Gestamóttaka
  • Bar
  • Veitingastaður
  • Skemmtidagskrá

Vistarverur

  • Herbergi: Herbergi taka að hámark þrjá
  • Minibar
  • Loftkæling
  • Öryggishólf: Þarf að panta og greiða fyrir 18 EUR á viku
  • Sjónvarp
  • Hárþurrka

Fæði

  • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun