H10 Tenerife Playa, Puerto de la Cruz

Vefsíða hótels

Gott hótel á besta stað í Puerto de la Cruz sem er á norðurhluta eyjunnar.
Það er við göngugötuna fyrir framan sundlauga- og vatnagarðinum Martiánez, 50 metra frá sjónum og stutt frá miðbænum. Þetta hótel er með allt innifalið.

Í hótelinu eru 340 björt herbergi og svítur sem rúma einn til þrjá einstaklinga. Innréttingar eru í klassískum stíl og flísar á gólfum. Loftræsting, sími, sjónvarp með gervihnattarásum og smábar er í öllum vistarverum. Öryggishólf og hraðsuðuketill eru í boði gegn gjaldi. Á baðherbergjum er baðkar, hárþurrka og ókeypis baðvörur. Þráðlaust netsamband er ókeypis í sameiginlegum rýmum hótelsins en gegn gjaldi á herbergjum. Við allar vistarverur eru svalir eða verönd með húsgögnum.

Veitingastaðurinn El Drago býður upp á ríkulegt morgunverðarhlaðborð alla daga og í hádeginu og á kvöldin úrval heitra og kaldra rétta. Útsýnið er ekki amalegt, annars vegar út á hafið og hins vegar yfir kokkana þar sem þeir leika listir sínar. Veitingastaðurinn og barinn El Lagar snýr út að sundlaugagarðinum, þar má fá snarl og allar gerðir drykkja fram eftir degi og rétti af matseðli í hádeginu. Á kvöldin er síðan upplagt að setjast út á veröndina við Tinerfe-barinn og kæla sig niður eftir langan dag í sólinni.

Tvær sundlaugar eru í hótelgarðinum, önnur upphituð á veturna, auk busllaugar fyrir börnin. Nóg er af sólbekkjum og sólhlífum auk þess sem gestir geta teygt úr sér og slakað á í stórum Balíbeddum. 

Í gestamóttökunni er boðið upp á þvottaþjónustu, bílaleigu og hjólaleigu og þar er hraðbanki. Hárgreiðslu- og snyrtistofa er einnig í hótelinu.  
H10 Tenerife Playa er á frábærum stað rétt við sjóinn og sundlauga- og vatnagarðinn Martiánez. Miðbærinn er í léttu göngufæri og þar er fjöldi veitingastaða, verslana og skemmtistaða með tilheyrandi mannlífi. Þess má geta að næsti golfvöllur er í aðeins 2 kílómetra fjarlægð. 

Vinsamlega athugið að akstur er ekki í boði til Puerto de la Cruz og fararstjóri er ekki á staðnum. Hægt er að ná í fararstjóra í þjónustusíma. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 90 km
 • Miðbær: Í léttu göngufæri
 • Strönd: Stutt í strönd
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Nettenging: Gegn gjaldi á herbergjum

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Herbergi
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun