fbpx HCC St. Moritz | Vita

HCC St. Moritz
4 stars

Vefsíða hótels

Mjög gott, nýlega uppgert og fjölskylduvænt hótel, frábærlega staðsett í hjarta 

Í hótelinu er 91 einstaklega smekklega innréttað herbergi. Herbergin eru búin öllum nútímaþægindum og vel hljóðeinangruð, í þeim er stillanleg loftkæling og upphitun, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf, smábar og sími. Á baðherbergjum eru baðker, hárþurrka, inniskór, sími og baðvörur. Ókeypis þráðlaus netaðgangur er á herbergjum og í sameiginlegum rýmum.
 

Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð með úrvali heitra og kaldra rétta. Veitingastaðurinn St. Gallen er á hótelinu og þar er boðið upp á hefðbundna rétti frá Miðjarðarhafinu, auk árstíðabundinna rétta úr ferskasta hráefni sem í boði er hverju sinni. Þá er upplagt að slaka á eftir langan dag yfir góðum drykk á setustofubarnum.

Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er hægt að skipta gjaldeyri og leigja bíl. Boðið er upp á þurrhreinsun, þvott, töskugeymslu og fleira. Fundaraðstaða er á hótelinu, lyfta og aðgengi fyrir hreyfihamlaða.

Hótel HCC St. Moritz er á frábærum stað í hjarta borgarinnar. Byggingin var reist árið 1883 og er á lista yfir sögu- og menningarlega mikilvægar byggingar í Barcelona. Hótelið var endurnýjað og innréttað á einstaklega glæsilegan hátt árið 2010 og er því búið öllum nútímaþægindum. Það stendur 1 kílómetra frá höfninni í Barcelona, rétt við Paseo de Gracia-breiðgötuna og því stutt í almenningssamgöngur. Plaza de Catalunya og Ramblan eru í léttu göngufæri.

 

 

 

Fjarlægðir

  • Miðbær: Í miðbænum
  • Flugvöllur: 16 km
  • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Herbergi
  • Nettenging
  • Veitingastaður

Vistarverur

  • Hárþurrka
  • Verönd/svalir
  • Loftkæling
  • Minibar
  • Sjónvarp
  • Öryggishólf

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun