fbpx Hesperia Barri Gòtic | Vita

Hesperia Barri Gòtic
3 stars

Vefsíða hótels

Þægilegt nýuppgert hótel í gotneska hverfinu í Barcelona. Rétt við Römbluna og dómkirkjuna og í göngufæri við gamla miðbæinn, höfnina og ströndina. 

Í hótelinu er 71 vistarvera sem skiptist í 14 fermetra einstaklingsherbergi og 18-24 fermetra herbergi sem rúma tvo til þrjá. Herbergin eru björt og rúmgóð, innréttingar nútímalegar og stílhreinar, áklæði í líflegum litum. Á gólfum er viðarparkett. Hér skortir ekkert upp á nútímaþægindin, allar vistarverur eru búnar loftkælingu og upphitun, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, síma og öryggishólfi. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og ókeypis baðvörur. Við sum herbergin eru svalir. Þráðlaus nettenging er í herbergjum, gestum að kostnaðarlausu, en hægt er að fá háhraðatengingu gegn gjaldi. 

Í hótelinu er veitingasalur þar sem boðið er upp á kalt morgunverðarhlaðborð en hægt er að panta heita rétti sérstaklega. Í hótelinu er einnig setustofa þar sem þægilegt er að tylla sér á milli verslunar- og skoðunarferða. Þar eru drykkjar- og snarlsjálfsalar. 

Móttakan er opin allan sólarhringinn, þar er farangursgeymsla og boðið er upp á þvottaþjónustu. Lyfta er í hótelinu.

Hotel Hesperia Barri Gòtic er þægilegt nýuppgert hótel á besta stað í hjarta Barcelona. Hótelið er aðeins 100 metra frá höfninni og kortersgangur er niður á ströndina. Aðeins tekur fimm mínútur að rölta að dómkirkjunni eða í verslunarleiðangur á Römbluna. Þeir sem kjósa að lyfta sér upp þurfa ekki að fara langt því að nóg er af veitingastöðum og börum í nærliggjandi götum. Jarðlestarstöð er í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá hótelinu og þaðan er hægt að komast að öllum helstu kennileitum, söfnum og áhugaverðum stöðum borgarinnar.

 

 

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 17 km
  • Strönd: 15 mín gangur
  • Veitingastaðir: Allt um kring

Aðstaða

  • Veitingastaður
  • Gestamóttaka
  • Herbergi
  • Lyfta
  • Nettenging: Gegn gjaldi

Vistarverur

  • Hárþurrka
  • Loftkæling
  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Verönd/svalir: Við sum herbergi

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun