Hilton Brussels City

Þægilegt og fallegt hótel á einstökum stað í helsta verslunar- og viðskiptahverfi borgarinnar, rétt við Rue Neuve-verslunarstrætið stutt frá helstu kennileitum.
Í hótelinu eru 284 vistarverur sem skiptast í einstaklingsherbergi, herbergi sem rúma tvo til þrjá einstaklinga og svítur. Innréttingar eru nútímalegar og hlýlegar í dökkum við. Parkett er á gólfum. Öll herbergi eru búin loftkælingu og upphitun, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, síma, smábar og aðstöðu til að laga kaffi og te. Þráðlaus nettenging er á herbergjum, gestum að kostnaðarlausu.
Á veitingastaðnum Bien Belge Living Lounge er boðið upp á morgunverð og einnig hádegisverð á virkum dögum. Kvöldverður er í boði alla daga vikunnar og þar er tilvalið að bragða hefðbundna belgíska rétti úr fersku hráefni í afslöppuðu og fallega hönnuðu umhverfi. Úrvalið er nægt af bjór og víni úr smiðju heimamanna á barnum og þar má einnig hressa sig við með tíu dropum af kaffi áður en haldið er út í daginn.
Fyrir þá sem nægja ekki gönguferðir um borgina er hægt að halda vöðvamassanum við í líkamsræktaraðstöðunni sem er opin allan sólarhringinn eða láta þreytuna síðan líða úr sér í gufu eða tyrknesku baði.
Í móttökunni er töskugeymsla og öryggishólf og boðið er upp á gjaldeyrisskipti og þvottaþjónustu.
Hilton Brussels City er á frábærum stað, mitt í hringiðu verslunar og viðskipta í miðborginni. Grand Place-torgið og ráðhúsið eru í léttu göngufæri og Rue Neuve-verslunargatan er handan við hornið. Jarðlestarstöð er gegnt hótelinu og tekur aðeins nokkrar mínútur að komast að helstu söfnum og kennileitum borgarinnar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 12 km
- Miðbær: Í miðbæ
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Minibar
- Herbergi
Fæði
- Morgunverður