Hilton Cabo Verde
Vefsíða hótels

Falleg hótelsamstæða á Grænhöfðaeyjum, sem var opnuð 2017, rétt við ströndina í Santa Maria. Veitingastaðir, barir, spilavíti, heilsulind og úrval afþreyingar.
Í hótelinu er 241 rúmgóð vistarvera. Herbergin eru 37 fermetrar og svítur 50 eða 73 fermetrar og rúma ýmist þrjá eða fjóra einstaklinga. Innréttingar eru stílhreinar, hlýlegar og fallegar, í ljósum við og ljósu áklæði. Flísar eru á gólfum. Öll nútímaþægindi eru til staðar, eins og stillanleg loftkæling og upphitun, sími, 40 tommu háskerpusjónvarp, öryggishólf, smábar, aðstaða til að laga te og kaffi og straujárn og -bretti. Á baðherbergjum er aðskilið baðker og sturta, hárþurrka, baðsloppar, inniskór og baðvörur. Alls staðar er verönd eða svalir og góð þráðlaus nettenging.
Morgunverður og kvöldverður er af hlaðborði á veitingastaðnum Magellan alla daga og á The Bounty Beach við ströndina er boðið upp á létta rétti í hádeginu og alþjóðlega rétti í bland við matargerð heimamanna á kvöldin á meðan skífuþeytir sér um að létta gestum lundina.
Margir kannast eflaust við söngkonuna heitnu Cesária Évora, sem var frá Grænhöfðaeyjum og hélt tvisvar tónleikar á Íslandi. Á Cize-barnum á Hilton er minningu hennar haldið á lofti með lifandi tónlist og ljúffengum drykkjum alla daga frá 5 til miðnættis.
Hótelgarðurinn er gróinn og fallegur og þar er góð sundlaug og sérsvæði fyrir börnin meðfram henni. Sólbaðsaðstaða er til fyrirmyndar. Krakkaklúbbur er fyrir börnin.
Í hótelinu er góð líkamsræktaraðstaða og heilsulind með gufubaði, hvíldarhreiðri og nuddmeðferðum. Einnig er boðið upp á köfun, snorkl, brimbrettabrun og dorgveiði.
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er þvotta- og þurrhreinsiþjónusta, lítil kjörbúð og minjagripaverslun.
Hótel Hilton er glæsilegt hótel þar sem boðið er upp á fullkomna slökun og afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Veitingastaðir, spilavíti og barir á hótelinu en þar að auki er aðeins 2-3 mínútna gangur í miðbæinn og því stutt í veitingastaði og verslanir miðbæjar Santa Maria.
Ferðamannaskattur í Cabo Verde er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli. Skatturinn er 2 Evrur á mann á nótt og greiðist við innritun á hóteli.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 18.5 km
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Barnasundlaug: Sérsvæði fyrir börn
- Skemmtidagskrá: Lifandi tónlist frá fimm til miðnættis
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Loftkæling: og upphitun
Fæði
- Morgunverður