Hilton Ras al Khaimah Beach Resort
Vefsíða hótels

Hilton Ras al Khaimah Resort er fallega innréttað lúxus hótel sem er frábærlega staðsett við sjávarsíðuna með geggjuðu útsýni yfir Persaflóan.
Þetta fimm stjörnu hótel hefur margt upp á að bjóða, þ.á.m. 7 sundlaugar, 1,5km einkaströnd og heimsklassa veitingastaði s.s. ítalskan, líbanskan og brasilískan ásamt nokrum börum.
Samtals eru 475 rúmgóð herbergi á hótelinu. Góð aðstaða er fyrir hina ýmsu afþreyingu fyrir gesti á öllum aldri, þar á meðal er fullbúin líkmasræktaraðstaða- og vellíðunarklúbbur ásamt heilsulind þar sem hægt er að panta í hinar ýmsu meðferðir. Einnig er mikil afþreying fyrir börn s.s. krakkaklúbbur, leikvöllur og sérstök barnasundlaug, svo engum ætti að láta sér leiðast. Tvær stórar verslunarmiðstöðvar eru í 15-20 mín akstursfjarlægð frá hótelinu, Rak Mall og Manar Mall, þar sem hægt er að finna bæði veitingastaði og verslanir með allt sem hugurinn girnist.
Ferðamannaskattur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Skatturinn er 6 dirhams á mann á nótt, á hótelum í Ras Al Khaimah.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 26km
- Strönd: Við ströndina
- Veitingastaðir: 2km
- Miðbær: 17km
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Morgunverður