Hiphotels Mediterraneo
Vefsíða hótels

Hótelið er með 285 herbergi sem geta öll verið tveggja manna, annað hvort með einu eða tveimur rúmum.
Öll herbergin eru rúmgóð, björt og flest eru með útsýni út á sjó af verönd eða svölum.
Innréttingar eru stílhreinar, herbergin eru búin öllum sjálfsögðum þægindum, eins og loftkælingu og upphitun, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, nettenginu, síma og öryggishólfi. Á baðherbergjum er hárþurrka og baðvörur fylgja.
Móttakan er opin allan sólarhringinn.
Hlaðborðsveitingastaður er í hótelinu og þar er boðið upp á morgunverð. Þar er einnig veitingastaður með japönsku ívafi og svo með spænsku tapas þema. Í hádeginu er hægt að fá léttar veitingar (gegn gjaldi) á ítalska staðnum.
Á hótelinu eru herbergi sem eru aðgengileg fyrir fatlaða.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 55 km
- Strönd: Við strönd
Aðstaða
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging
- Sundlaug
- Veitingastaður
Vistarverur
- Hárþurrka
- Verönd/svalir
- Loftkæling
- Sjónvarp
- Öryggishólf
Fæði
- Morgunverður