Hipocampos íbúðir, Calpe
Vefsíða hótels

Hipocampos íbúðir AR hótela eru vel búnar og rúmgóðar íbúðir á frábærum stað við ströndina í Calpe.
Í öllum íbúðum er fullbúið eldhús með eldavél, bakarofni og stórum ísskáp. Íbúðirnar eru jafnframt með loftkælingu, sjónvarp, þráðlaust net, þvottavél og rúmgóðar svalir með húsgögnum og tveimur sólbekkjum. Greiða þarf €150 í tryggingu sem er endurgreidd við brottför.
Í garðinum eru tvær sundlaugar og ein barnalaug. Einnig er upphituð innilaug opin allt árið frá kl. 9:30-19:00 sem er 1m djúp, þar er jafnframt sturta, wc og skiptiherbergi.
Töluvert af börum, kaffi- og veitingahúsum í nágrenninu og 200 metrar er í matvöruverslun.
Lyklar að íbúðunum eru sóttir í byggingu sem heitir Turmalina u.þ.b. 500-700 metrum frá íbúðunum, þar er opið allan sólarhringinn. Fararstjóri fylgir farþegum að ná í lykla sem hafa bókað akstur til og frá hóteli fyrir brottför.
Hægt er að fá rúmgóðar og vel búnar íbúðir með hliðar sjávarsýn/"side sea view"
Góður kostur fyrir fjölskyldur sem vilja geta eldað og þvegið
Þrif eru ekki innifalin á meðan dvöl stendur, en hægt er að greiða fyrir þrif:
Íbúð með einu svefnherbergi, 26 EUR skiptið.
íbúð með tveimur svefnherbergjum, 38 EUR skiptið.
Íbúð með þremur svefnherbergjum, 50 EUR skiptið.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 65 km
- Miðbær: 2,5 km
- Strönd: Við ströndina
- Veitingastaðir: Í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Lyfta
- Íbúðir: með einu, tveimur og þremur svefnherbergjum
- Nettenging: Þráðlaus nettenging á sameiginlegum svæðum og í íbúðum án endurgjalds
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
Fæði
- Án fæðis