Holiday Inn Express Lisbon - Av. Liberdade

Vefsíða hótels

Mjög gott nútímalegt hótel í hjarta borgarinnar, rétt hjá Liberdade breiðstrætinu með úrval tískuvöruverslana. Hótelið er í léttu göngufæri við menningar- og mannlífið í gamla bænum. Veitingastaðir og verslanir allt um kring og stutt í almenningssamgöngur.

Í hótelinu eru 108 tveggja herbergi sem rúma tvo fullorðna. Innréttingar eru nútímalegar og stílhreinar, í dökkum við og hvítum og bláum litum. Teppi er á gólfum. Öll herbergi eru búin síma, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, öryggishólfi, hraðsuðukatli og aðstöðu til að laga kaffi og te, stillanlegri loftkælingu og upphitun og opnanlegum gluggum. Á baðherbergjum er baðker eða sturta, hárþurrka og ókeypis baðvörur. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu. 

Morgunverðarhlaðborð er alla morgna í veitingasal með úrvali af brauðmeti og köldum réttum. Setustofubarinn er afar nútímalegur og litríkur og þar er boðið upp á snarl, bjór úr smiðju heimamanna og aðra svalandi drykki allan sólarhringinn. Þá eru drykkja- og snarlsjálfsalar í hótelinu auk klakavélar.

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar töskugeymsla og boðið er upp á þvotta- og þurrhreinsi- og strauþjónustu.

Þetta litríka og nútímalega hótel er á góðum stað í hjarta miðborgarinnar. Liberdade breiðstrætið þar sem frægu tískuhúsin, eðal veitingastaðir og barir standa í röðum er rétt við hótelið. Aðeins er nokkurra mínútna gangur í gamla bæjarhlutann þar sem menning og mannlíf blómstrar og allt iðar af lífi. Þá má nefna að almenningssamgöngur eru rétt við hótelið og því auðvelt að komast að kennileitum, söfnum og öðrum áfangastöðum sem ekki eru í léttu göngufæri.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 8 km
 • Miðbær: Rétt hjá Liberdade breiðstrætinu
 • Veitingastaðir: Allt um kring

Aðstaða

 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Lyfta
 • Nettenging
 • Veitingastaðir: Morgunverðarhlaðborð í veitingasal

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun