Hotel Bristol, Benidorm
Vefsíða hótels

Fjögurra stjörnu glæsilegt hótel staðsett á góðum stað á Benidorm, eða í spænska hverfinu svokallaða og aðeins steinsnar frá miðbænum og er ströndin í göngufæri.
Á hótelinu er góð aðstaða eins og móttaka opin allan sólarhringinn, sundlaug, sólbaðsaðstaða, bar og veitingastaður. Hægt er velja um morgunmat, hálft fæði eða fullt fæði og er matur reiddur fram af hlaðborði.
Herbergin eru öll með sjónvarpi, síma, nettenginu, loftkælingu og fullbúnu baðherbergi þar sem má finna helstu snyrtivörur.