Hotel Casa Velha do Palheiro
Vefsíða hótels

Hotel Casa Velha do Palheiro er byggt í ekta portúgölskum/enskum byggingastíl. Á hótelinu er rólegt og yfirvegað andrúmsloft um leið og lúxus og þægindi blandast saman. Veitingastaður hótelsins er þekktur fyrir einstaklega góðan mat og þjónustu. Þrátt fyrir góðan mat á hótelinu er ekki hægt að sleppa ferð í miðbæ Funchal, aðeins 10 mínútur frá hótelinu (ókeypis skutlbíll), til að upplifa bæjarstemmninguna og veitingahús þau þrjú kvöld sem matur er ekki innifalinn.
Casa Veiha do Palheiro var byggt snemma á síðustu öld. Árið 1997 var það opnað sem eitt af fyrstu 5 stjörnu sveitahótelum á Madeira. Hótelið er staðsett uppí brekkum austur af Funchal og er aðeins 7 km frá þeim bæ og 15 km frá flugvellinum. Hótelið er afmarkað af Palheiro golfvellinum annars vegar og hins vegar af Palheiro blómagörðunum, garðurinn er með blóm og jurtir allstaðar að úr heiminum. 45 þúsund gestir heimsækja garðinn á hverju ári.
Aðstaða
- Sundlaug
- Heilsulind
- Gestamóttaka
- Bar
- Veitingastaður
Vistarverur
- Herbergi
Fæði
- Hálft fæði