fbpx Hotel Sol Dunas | Vita

Hotel Sol Dunas
5 stars

Vefsíða hótels

Glæsilegt hótel á besta stað við Algodoeiro-ströndina á Grænhöfðaeyjum. Nokkurra mínútna gangur niður á hvítan sandinn. Veitingastaðir, sundlaugar, heilsulind og næg afþreying fyrir alla fjölskylduna.
Allt innifalið. 

Í hótelinu eru 843 vistarverur sem skiptast í 40 fermetra tveggja manna og fjölskylduherbergi, og 75 og 90 fermetra svítur með tveimur eða þremur svefnherbergjum sem rúma allt að sex einstaklinga. Innréttingar eru stílhreinar og nútímalegar í dökkbrúnum við á móti ljósum litum. Flísar eru á gólfum. Nútímaþægindi eins og stillanleg loftkæling og upphitun er alls staðar, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf, smábar sem fyllt er á gegn gjaldi og þráðlaus nettenging.
Á baðherbergjum er baðker með sturtu, hárþurrka og baðvörur. Á svölum eða verönd eru húsgögn.

Þrír veitingastaðir eru í hótelinu, hlaðborðsveitingastaðurinn Spices, Sol Grille, þar sem snæða má grillrétti af hlaðborði og panta hamborgara og salöt af matseðli, og Il Terrazo þar sem ítalskir réttir fást bæði á hlaðborði og af matseðli. Við gestamóttökuna er glæsilegur setustofubar auk þess sem bar er allar sundlaugarnar. 

Hótelgarðurinn er fallegur og þar eru þrjár sundlaugar fyrir fullorðna og sérlaug og leiksvæði fyrir börnin. Auk þess er laug með vatnsrennibrautum. Starfsfólk heldur úti dagskrá fyrir börn og fullorðna frá morgni til kvölds. Á útisviði er diskótek fyrir börnin um kvöldmatarleytið og söngur, dans og alls kyns sýningar á kvöldin. 
Heilsulindin er 1.600 fermetrar og þar er hvíldarhreiður, innilaug, nuddpottur og þurr- og blautgufa. Heilsu- og slökunarmeðferðir af ýmsu tagi eru í boði auk snyrtimeðferða. Líkamsræktaraðstaða er vel tækjum búin.

Í móttökunni er þvotta- og strauþjónusta og bíla- og hjólaleiga.

Sol Dunas er fullkominn staður til að slaka á og næra líkama og sál. Allt til alls á hótelinu og við ströndina, sem er í nokkurra mínútna göngufjarlægð er hægt að stunda vatnasport af öllu tagi, fara á hestbak eða bara leggjast á sólbekk. Nokkrar mínútur eru með leigubíl inn í miðbæ Santa Maria.

Ferðamannaskattur í Cabo Verde er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli. Skatturinn er 2 Evrur á mann á nótt og greiðist við innritun á hóteli.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 15 km
 • Miðbær: Nokkrar min í leigubíl í miðbæ Santa Maria
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Hárþurrka
 • Minibar: Gegn gjaldi
 • Verönd/svalir: Ekki svalir við öll herbergi

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun