fbpx Hotel Troya, Playa de las Américas | Vita

Hotel Troya, Playa de las Américas
4 stars

Vefsíða hótels

Hotel Troya er gott fjögurra stjörnu hótel í Alexandre hótelkeðjunni. Hótelið er staðsett á frábærum stað við standgötuna á amerísku ströndinni, aðeins í um nokkurra metra fjarlægð frá sjónum. Stutt í allt það helsta sem þarf til að gera fríið á Tenerife fullkomið.

Á hótelinu eru 318 herbergi sem skiptast í einstaklingsherbergi, tveggja til þriggja manna herbergi, fjölskylduherbergi og junior svítur. Herbergin eru björt og kósý. Í öllum herbergjum er loftkæling, frítt internet, flatskjársjónvarp, lítill ísskápur gegn gjaldi, öryggishólf gegn gjaldi, skrifborð og sími. Baðherbergin eru flísalögð en þar eru hárþurrka og helstu snyrtivörur. Öllum herbergjum fylgja svalir með útihúsgögnum.

Club Alexandre herbergin eru á efri hæðum með útsýni yfir Troya strönd. Nespresso kaffivélar fylgja þessum herbergjum en kaffihylki aðeins við komu á hótelið. Eftir það þarf að kaupa kaffihylkin en þau eru meðal annars seld í móttökunni. Aðgangur að heilsulindinni fylgir einnig. 

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir. Annar þeirra býður upp á morgunverð og aðrar máltíðir af girnilegu hlaðborði en hinn er Miðjarðarhafsveitingastaður sem er staðsettur í hótelgarðinum við sundlaugina. Þar er einnig hægt að fá drykki og léttar máltíðir. Á hótelbarnum er líka boðið upp á kokteila.

Hótelgarðurinn er stór, gróðursæll og fallegur. Þar er stór útisundlaug og gott rými til sólbaðsiðkunar. Á hótelinu er heilsulind með innisundlaug, sánu og slökunarrýmum. Þar er hægt að panta nudd og aðrar meðferðir. Líkamsræktaraðstaða er einnig á hótelinu, tennisvöllur og mínígolfvöllur. Einnig er hægt að spila billjarð.

Hotel Troya er góður kostur fyrir fjölbreytta hópa ferðamanna en sérstaklega hentugt fyrir fjölskyldur með börn þar sem boðið er upp á skemmtiatriði, leiksvæði og vaðlaug, skemmtidagskrá, íþróttir og leiki á hótelinu.

Ath. ónæði getur verið á hótelinu þar sem skemmtistaðir eru í næsta nágrenni

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 16 km
 • Miðbær: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Ísskápur: Lítill ísskápur gegn gjaldi
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun