HTop Caleta Palace
Vefsíða hótels

HTop Caleta Palace er 4 stjörnu hótel staðsett alveg við ströndina og í um 700 m fjarlægð frá miðbæð Platja d'Aro. Góður sundlaugargarður er við hótelið með sólbekkjum og sundlaugarbar. Veitingastaðurinn býður uppá hlaðborð og einnig er bar þar sem hægt er að fá drykki og snarl. Skemmtidagskrá er fyrir börn og leiksvæði. Beint aðgengi er frá sundlaugagarðinum niður á fallega strönd.
Herbergin sem eru rúmgóð eru ýmist með sjávarsýn eða útsýni yfir götu. Hægt er að velja um herbergi án fæðis, með morgunverði, hálfu fæði eða öllu inniföldu. Superior herbergin eru með útsýni til sjávar og kaffiaðstöðu. Fjölskyldusvíturnar eru með tvö aðskilin svefnrými og geta verið á tveimur hæðum. Loftkæling er á öllum herbergjum og frítt þráðlaust internet. Öryggishólf og ísskáp er hægt að fá gegn gjaldi. Baðherbergi eru með baði með sturtu.
Aðstaða
- Sundlaug
- Sundlaugabar
- Gestamóttaka
- Barnaleiksvæði
- Barnadagskrá
- Bar
- Veitingastaður
- Þráðlaust net
Vistarverur
- Herbergi
- Öryggishólf
- Hárþurrka
- Sjónvarp
- Ísskápur
- Loftkæling
Fæði
- Án fæðis, Morgunmatur, Hálft fæði, Allt innifalið