fbpx Iberostar Bouganville Playa, Costa Adeje | Vita

Iberostar Bouganville Playa, Costa Adeje
4 stars

Vefsíða hótels
 • pin Created with Sketch.

Iberostar Bouganville Playa er gott 4 stjörnu hótel við Playa del Bobo ströndina sem er á mótum Costa Adeje og Amerísku strandarinnar. Lífleg dagskrá, fallegur sundlaugargarður og stutt á veitingastaði, bari, verslanir og fjölbreytt strandlíf.

Herbergi eru 505 talsins, látlaus og rúma 3 gesti. Öll herbergin eru björt og falleg. Þau eru loftkæld með síma, sjónvarpi með gervihnattarásum, öryggishólfi, hárþurrku og svölum eða verönd. Greiða þarf fyrir leigu á öryggishólfi og smábar. Fjölskylduherbergi eru með tveimur samliggjandi rúmum og svefnsófa. Þau taka  tvo fullorðna og tvö börn 11 ára og yngri. Einnig er hægt að panta svokölluð star prestige herbergi sem eru á efstu hæðunum. Þau hafa sér sólbaðsaðstöðu og setustofu. 

Í aðal veitingasal hótelsins er matur borinn fram á hlaðborði. Alþjóðlegur matur, en áhersla lögð á matreiðslu heimamanna. Til viðbótar við hlaðborðið geta gestir farið á grillstaðinn og valið af matseðli.
Vinsamlega athugið, á Iberostar hótelunum er krafa um snyrtilegan klæðnað. Ekki er leyfilegt að vera í sundfötum á veitingastöðunum. Á kvöldin í matsal er mælt með að gestir séu til dæmis ekki í stuttbuxum.

Karaoke barinn er gríðarlega vinsæll hjá þeim sem vilja taka lagið og sundlaugarbarinn er undir stráþaki og þar má fá drykki og létta rétti á daginn. Skemmtidagskráin er lífleg með lifandi tónlist, fjölbreyttum sýningum, leikjum o.fl.

Sundlaugargarðurinn er ljómandi fínn og ein sundlaug er upphituð allan veturinn. Gestum stendur til boða að fá handklæði á hótelinu til afnota í hótelgarðinum. Greiða þarf tryggingargjald 5 EUR í byrjun, sem fæst endurgreitt í lok ferðar. 

Tækjasalur, borðtennis, barnaklúbbur, borðtennis, tennisvellir og netþjónusta. Þrír kílómetrar eru á næsta golfvöll. 

Fjarlægðir

 • Frá flugvelli: 18 km
 • Frá miðbæ: Göngufæri
 • Veitingastaðir: Já

Aðstaða

 • Nettenging: Gegn gjaldi
 • Sundlaug
 • Líkamsrækt
 • Gestamóttaka
 • Bar
 • Veitingastaður
 • Skemmtidagskrá

Vistarverur

 • Herbergi: Herbergi fyrir tvo og fjölskylduherbergi fyrir fjóra. Fjölskylduherbergi eru ávallt með einu hjónarúmi og svefnsófa.
 • Ísskápur
 • Loftkæling
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi, 3,30 EUR á dag eða 16,90 EUR á viku
 • Sjónvarp
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið, Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun