Iberostar Selection Sábila, Costa Adeje
Vefsíða hótels

Glæsilegt hótel á Tenerife. Staðsetningin er einstök á Iberostar Sábila, með beinu aðgengi að strandgötunni við Torviscas-ströndina í Costa Adeje.
16 ára aldurstakmark er á hótelinu.
Í hótelinu eru 470 fallega innréttuð herbergi og svítur sem rúma tvo eða þrjá fullorðna. Herbergin eru björt, innréttingar nútímalegar og stílhreinar, í ljósum við og hvítum litum. Flísar eru á gólfum. Alls staðar er loftkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, lítill ísskápur og þráðlaus nettenging. Smábar og öryggishólf eru gegn gjaldi. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og baðvörur. Hægt er að fá herbergi sem fylgir Nespresso kaffivél, baðsloppur og inniskór. Við öll herbergi eru svalir eða verönd með útsýni yfir sundlaugina, á haf út eða til fjalla.
Hlaðborðin svigna undan heitum jafnt sem köldum réttum að morgni, í hádegi og á kvöldin og hægt er að fylgjast með kokkunum að störfum. Þema er breytilegt eftir dögum en áherslan á staðbundna og alþjóðlega rétti í bland. Snarl er og svalandi drykkir eru í boði á sundlaugarbarnum. Tveir aðrir barir sjá um að hótelgestir þjáist ekki af þorsta.
Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar og sólbekkir og sólhlífar allt um kring. Á þakveröndinni er sundlaug og hvíldarhreiður með bar, Balíbeddum og sérstöku nektarsvæðis. Starfsfólk sér gestum fyrir afþreyingu frá morgni til kvölds með lifandi tónlist og skemmtiatriðum.
Vinsamlega athugið, á Iberostar hótelunum er krafa um snyrtilegan klæðnað. Ekki er leyfilegt að vera í sundfötum á veitingastöðunum. Á kvöldin í matsal er mælt með að gestir séu til dæmis ekki í stuttbuxum.
Á Iberostar Sábila er aldeilis hægt að slaka á og dekra við sig því að heilsulindin er til fyrirmyndar með nuddpottum og gufu og áherslu á vatnsmeðferðir af ýmsu tagi, auk úrvals annarra nudd- og líkamsmeðferða. Þeir sem þurfa á útrás frekar en slökun að halda geta sótt eróbikktíma, lyft lóðum eða sprett úr spori á hlaupabretti.
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er kjörbúð, bílaleiga og þvotta- og þurrhreinsiþjónusta.
Hótelið er á einstökum stað við Torviscas ströndina í Costa Adeje og er aðeins ætlað 16 ára og eldri. Það er frábær kostur fyrir þá sem vilja hvort sem er slaka á í dekri á sundlaugarbakkanum, í heilsulindinni eða á gylltum sandinum við sjóinn, en einnig þá sem kjósa afþreyingu, útrás í vatnasporti eða öðrum hamagangi, stutt frá veitingastöðum og verslunum í bænum.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 18.5 km
- Frá strönd: Við Torviscas ströndina
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Sundlaug
- Líkamsrækt
- Heilsulind
- Gestamóttaka
- Bar
- Veitingastaður
- Skemmtidagskrá
Vistarverur
- Herbergi
- Minibar: Gegn gjaldi
- Ísskápur
- Kaffivél: Hægt að fá herbergi með Nespresso kaffivél
- Loftkæling
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði