Iberostar Varadero

Vefsíða hótels

Frábært 5 stjörnu hótel við ströndina í Varadero með öllu inniföldu.  Á hótelinu eru 386 rúmgóð herbergi í 11 byggingum sem standa umhverfis fallegan sundlaugagarð. Tripadvisor telur þetta hótel það besta í Varadero.

Öll herbergi eru rúmgóð og með svölum eða palli.  Í hverju herbergi er einnig loftræsting, gervihnattasjónvarp, geisladiskaspilari, sími, smábar, te og kaffivél, öryggishólf, straujárn og straubretti og  hárblásari á baði.

Í garðinum eru 3 frábærar sundlaugar og sundlaugarbar auk góðrar barnalaugar. Líkamsræktaraðstaða er á hótelinu sem og sauna og nuddpottur. Á hótelinu er einnig heilsulind sem býður upp á hinar ýmsu snyrti-, vellíðunar- og heilsumeðferðir gegn gjaldi.

Margvísleg afþreying í boði, en þar er hægt að spila borðtennis, tennis, pool, strandblak og körfubolta svo eitthvað sé nefnt. Golfvöllur er í nágrenninu. Auk þess er hægt að stunda ýmsar sjóíþróttir við ströndina.

Á hótelinu eru 4 veitingahús sem bjóða upp á innlenda og alþjóðlega rétti þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 7 barir eru á hótelinu og margir þeirra bjóða upp lifandi tónlist. Á hótelinu er alltaf eitthvað um að vera bæði fyrir börn og fullorðna. Daglegar skemmtanir og sýningar eru auglýstar í móttöku hótelsins.
Vinsamlega athugið, á Iberostar hótelunum er krafa um snyrtilegan klæðnað. Ekki er leyfilegt að vera í sundfötum á veitingastöðunum. Á kvöldin í matsal er mælt með að gestir séu til dæmis ekki í stuttbuxum.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 15 km
 • Miðbær: 18 km
 • Veitingastaðir: Á hótelinu

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging gegn gjaldi á sameiginlegum svæðum

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun