fbpx Ilianthos Village íbúðahótel. Agia Marina, Krít

Ilianthos Village - Agia Marina
3 stars

Vefsíða hótels

Ilianthos Village er fallegt íbúðahótel á baðströndinni Agia Marina sem hefur hlotið viðurkenningar hreinleika og fjölbreytt úrval vatnasports. Stutt er í verslanir, veitingahús og fjörlegt og skemmtilegt mannlíf á kvöldin.

Íbúðir á hótelinu eru 41, ýmist með einu eða tveimur svefnherbergjum með tvöföldum rúmum svo og setustofu með tveimur svefnsófum og rúma allt að 6 manns. Vel búin eldhúsaðstaða er í öllum íbúðum, setustofa og gott baðherbergi með baðkari. Íbúðirnar eru búnar loftkælingu, hárþurrku, síma, útvarpi, sjónvarpi, ísskáp (hægt er að sérpanta smábar), kaffigræjum, öryggishólfi og húsgögn eru á svölum.

Á hótelinu er veitingasalur þar sem boðið er upp á morgunverð. Hægt er að velja um tvo bari, aðalbarinn og sundlaugarbarinn. Á sundlaugarbarnum er hægt að fá snarl og ís auk heitra og kaldra drykkja.

Að sjálfsögðu er sundlaug við hótelið og einnig barnalaug svo og sandströnd með sólbekkjum og sólhlífum. Greiða þarf fyrir sólbekkina á ströndinni. Netsamband er í „nethorninu" og aðgangur er bæði að spilaherbergi og líkamsræktaraðstöðu. Nuddpottur er á sundlaugarsvæðinu og einnig er hægt að komast í sána, greiða þarf sérstaklega fyrir bæði nuddpottinn og sauna. Borðtennis- og billjardaðstaða er á hótelinu og ýmsar vatnaíþróttir eru aðgengilegar beint fyrir framan hótelið. Séð hefur verið fyrir því að aðgengi fyrir fólk í hjólastólum er mjög gott.
Hægt er að panta bæði barnapössun og nudd og herbergisþjónusta er frá klukkan 8 á morgnana til miðnættis.

Hótelið er mjög vel í sveit sett. Það stendur alveg við ströndina og allt sem máli skiptir eins og verslanir veitingahús í göngufæri. Ekki tekur nema 20 mínútur að aka til Chania, 60.000 manna borgar á vesturhluta Krítar. Borgin hefur upp á allt það að bjóða sem hugurinn girnist, nútímalegar verslunargötur og gamlan borgarhluta sem hefur haldið sínu gamla feneyska yfirbragði og stíl, veitingahús, bari og skemmtistaði af öllu tagi auk kyrrlátra almenningsgarða fyrir þá sem það kjósa.

Vinsamlega athugið að ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel og er 3 EUR á mann á nótt. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 24 km
 • Miðbær: 10 km frá Chania
 • Strönd: Á ströndinni
 • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Líkamsrækt
 • Nettenging: Á sameiginlegum svæðum

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun