Imperatriz Aparthotel, Madeira
Vefsíða hótels

Snyrtilegt hótel staðsett stutt frá höfninni í Funchal.
Á hótelinu eru 27 stúdíó, öll með svölum. Stúdíóin eru snyrtileg með fríu interneti, hárblásara, litlu eldhúsi með örbylgjuofni og litlum ísskáp, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, síma og öryggishólfi.
Frábært útsýni er yfir Atlantshafið af þaki hótelsins þar sem sundlaugin er staðsett. Þar er einnig sólbaðsaðstaða og hægt að sitja og njóta útsýnisins. Enn fremur er hægt að slaka á upp við pálmatré í litlum garði hótelsins. Á hótelinu má finna snarl bar og a la carte veitingastaðinn "Bernini" sem sérhæfir sig í ítölskum réttum en einnig eru í boði fleira úrval rétta. Svo má finna svokallað leikherbergi sem er með billjard borði, borðtölvu, litlu bókasafni og fleiru. Frítt internet er á öllum svæðum hótelsins. Hótelið býður upp á að þvottaþjónustu og er starfsfólkið til taks allan sólarhringinn sem getur aðstoðað gesti við bílaleigu.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 24 km
- Miðbær: 750m eða 10 mín gangur til Casa Branca þar sem finna má margar verslanir, veitingastaði og göngusvæði
- Miðbær: 15 mín ganga
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Íbúðir
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis