Iolida Village, Agia Marina
Vefsíða hótels

Íbúðahótelið Iolida Village er frábær kostur fyrir fjölskyldur. Mikið er lagt upp úr afþreyingu fyrir börnin, vatnsgarður með vatnsrennibrautum, ýmis konar leiktæki og sérhannað barna matarhorn svo eitthvað sé nefnt.
Hægt er að velja um bæði stúdíó sem rúma allt að þrjá og íbúðir með einu svefnherbergi sem rúma allt að fjóra. Allar íbúðirnar eru fallega innréttaðar með svölum, loftkælingu, sjónvarpi, litlu eldhúsi með ísskáp og setkrók. Hægt er að biðja sérstaklega um ofnæmisfríar íbúðir.
Hér er allt til alls, hægt er að fara í líkamsrækt, nudd, billjard eða bara slappa af við sundlaugarbakkann og njóta staðar og stundar.
Fjarlægðir
- Strönd: 600 metrar
- Veitingastaðir: Í göngufæri
- Flugvöllur: 30 km, u.þ.b. 30 -40 mín akstur
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Líkamsrækt
- Nettenging
- Skemmtidagskrá: Gegn gjaldi
- Heilsulind: Gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Íbúðir
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Allt innifalið