Jardines de Nivaria, Costa Adeje
Vefsíða hótels

Jardines de Nivaria er fallegt 5 stjörnu hótel vel staðsett, stutt frá Fanabe ströndinni á Costa Adeje.
Hótelgerðurinn er stór og rúmgóður, með bekkjum og tveimur sundlaugum og snakkbar. Heilsulind er á hótelinu og góð líkamsræktaraðstaða, gufubað og nuddmeðferðir. Á hótelinu er úrval veitingastaða, á la carte og hlaðborðsveitingastaður og bar þar sem boðið er uppá ljúfa píanótónlist. Á sumrin eru skemmtanir og lifandi tónlist á kvöldin.
Herbergin eru fallega innréttuð og snyrtileg. Hægt er að velja um comfort herbergi, herbergi með garðsýn, superior herbergi með sjávarsýn og junior svítur. Minibar er hægt að fá gegn gjaldi, sjónvarp er á öllum herbergi, loftkæling, kaffivél og öryggishólf. Sum herbergin eru með baðkari og önnur með sturtu. Frítt þráðlaust internet er um allt hótelið. Þurrhreinsun og þvottaþjónusta gegn gjaldi.