fbpx Kaktus Albir. Gott 4ra stjörnu hótel. Við strönd í Albir.

Kaktus Albir Hotel
4 stars

Vefsíða hótels
  • pin Created with Sketch.

Gott fjögurra stjörnu hótel við ströndina í Albir. Fyrirtaks aðstaða, skemmtidagskrá og góður veitingastaður. Einnig er stutt í gamla bæinn með verslanir, veitingastaði, bari og markaði. Þar eru ýmsir dýrgripir eins og heimagert skart og minjagripir.

Herbergin 203 eru rúmgóð og þægileg, öll með litlum svölum, loftkælingu, sjónvarpi, síma, hárþurrku, sófa, ísskáp/smábar (gegn gjaldi), öryggishólfi (gegn gjaldi) og nettengingu.

Í sundlaugargarðinum er sundlaug og barnalaug. Önnur sundlaug og nuddpottur eru á þaki hótelsins, en þaðan er frábært útsýni yfir Miðjarðarhafið og svæðið í kring. Á hótelinu er líkamsrækt, gufubað, nuddpottur og innilaug.

Á veitingastaðnum er hlaðborð þrisvar á dag og á barnum er leikin lifandi tónlist öll kvöld nema mánudagskvöld. 

Hálft fæði er innifalið í verði (morgunverður og kvöldverður).

Gengið er yfir eina götu til að komast á ströndina, sem er beint fyrir framan hótelið. Þar er hægt að komast í alls kyns sjósport eins og brimbretti, fallhlífasvif með hraðbát, sjóskíði og kajak.

Í göngufæri við hótelið er Albir Golf, lítill æfingavöllur, þar sem hægt er að æfa golfsveiflu og pútt.

Hotel Kaktus Albir er fyrirtaks valkostur fyrir þá sem vilja þægindi og góða aðstöðu.

Fjarlægðir

  • Frá flugvelli: Ein klukkustund og 15 mínútur
  • Frá miðbæ: 600 metrar í miðbæ Albir
  • Frá strönd: Við strönd
  • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta umhverfi

Aðstaða

  • Nettenging: Þráðlaus nettenging er á sameiginlegum svæðum en gegn gjaldi á herbergjum
  • Barnasundlaug
  • Sundlaug
  • Gestamóttaka
  • Barnaleiksvæði
  • Bar
  • Veitingastaður
  • Skemmtidagskrá

Vistarverur

  • Herbergi
  • Minibar
  • Loftkæling
  • Öryggishólf: Gegn gjaldi, 15 evrur fyrir 7 daga
  • Sjónvarp
  • Hárþurrka

Fæði

  • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun