La Barracuda, Torremolinos
Vefsíða hótels

La Barracuda er stórt og glæsilegt hótel sem hefur allt sem þarf fyrir gott frí í sólinni. Frábær staðsetning og skemmtilegir afþreyingarmöguleikar.
Á hótelinu eru 234 herbergi sem eru öll reyklaus. Herbergin eru afar fjölbreytt að stærð og gerð en þau skiptast í einstaklingsherbergi, tveggja til þriggja manna herbergi og fjölskylduherbergi og einnig er hægt að bóka þemaherbergi.
Herbergin eru fjölbreytt og vel er hugsað um þægindi gesta. Hönnun herbergjanna er í Miðjarðarhafsstíl, viðarhúsgögn, parket á gólfum og veggir yfirleitt ljósmálaðir. Út frá herbergjunum eru svalir með útihúsgögnum. Í öllum herbergjum er loftkæling, frítt internet, sjónvarp með gervihnattarásum og lítill ísskápur, hægt er að leigja ketil í móttöku gegn aukagjaldi. Stórir gluggar með útsýni út á hafið hleypa birtunni inn og eru eins og stór málverk. Baðherbergin eru flísalögð. Á baðherbergjum er baðkar með sturtu og einnig eru þar helstu snyrtivörur.
Á hótelinu er morgunverður borinn fram á hlaðborði og sömuleiðis er hlaðborð í boði á kvöldin en þá með alþjóðlegum réttum og Miðjarðarhafsréttum. Í hótelgarðinum er starfræktur bar á sumrin en þar er hægt að fá sér ljúffenga drykki og snarl. Afslappaður bar er í anddyri hótelsins og stór setustofa. Á kvöldin er þar spiluð tónlist, stundum lifandi tónlist en einnig fer þar fram fjölbreytt skemmtidagskrá og ýmsar sýningar eru settar upp í þessu rými.
Hótelgarðurinn er stór, gróinn og rúmgóður með fjölbreyttum möguleikum til afslöppunar og afþreyingar. Hægt er að komast beint úr hótelgarðinum út á göngugötuna og niður á strönd. Sundlaugin er stór og frá henni er fallegt útsýni út á hafið. Á efstu hæð hótelsins er sólbaðsverönd með frábæru útsýni. Tennisvellir eru í garðinum og einnig borðtennis. Á ströndinni og í nágrenni við hótelið eru gríðarmargir möguleikar til útivistar eða vatnaíþrótta.
Í heildina er La Barracuda hótelið skemmtilegur kostur fyrir ólíka hópa ferðamanna. Hótelið er staðsett á frábærum stað við ströndina og afar stutt er að fara í bátahöfnina Puerta Marina sem er í Benalmadena.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 10 km
- Strönd: Við strönd
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Herbergi
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
- Hárþurrka: Hægt að fá í móttöku
- Ísskápur: Lítill
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður