Labranda Marieta, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Labranda Marieta er mjög gott hótel, 150 metra frá sjónum á Ensku ströndinni. Aðeins ætlað fullorðnum.
Veitingastaðir og heilsulind á hótelinu og fjöldi veitingastaða og verslana í nokkurra mínútna göngufjarlægð. Almenningssamgöngur rétt við hótelið.
Í hótelinu eru 192 tveggja manna herbergi. Innréttingar eru stílhreinar, herbergin í ljósum og notalegum litum. Flísar eru á gólfum. Alls staðar er loftkæling, 43 tommu flatskjár með gervihnattarásum, háhraða nettenging, sími og smábar. Öryggishólf er gegn gjaldi. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og baðvörur. Við öll herbergi eru svalir búnar húsgögnum, sum með sjávarsýn.
Á aðalveitingastaðnum La Cascada er hlaðborð með innlendum og alþjóðlegum réttum. Hægt er að fylgjast með kokkunum leika listir sínar og þema er mismunandi í matargerðinni eftir kvöldum. Hægt er að sitja bæði inni og undir beru lofti. Á þakverönd er barinn Zeus þar sem boðið er upp á ljúffenga drykki og létta rétti auk útsýnis til allra átta.
Í hótelgarðinum eru þrjár laugar með sólbaðsaðstöðu og sérstöku VIP svæði. Þar er einnig Coco Loco barinn þar sem hægt er að gæða sér á kökum, kaffi og svalandi drykkjum. Afþreying er í boði yfir daginn og lifandi tónlist á kvöldin.
Heilsulind er í hótelinu með nuddpottum, gufubaði, þurrgufu og flotsvæði og heitum bekkjum, og boðið er upp á úrval nudd- og líkamsmeðferða. Líkamsræktaraðstaðan er ágæt og hægt er að fara í jóga og tai chi.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er bílaleiga og þurrhreinsun.
Hótelið er aðeins ætlað fullorðnum og því gefst hér bæði fullkomið tækifæri til að slaka á hlaða batteríin eða sletta ærlega úr klaufunum í iðandi mannlífinu á Ensku ströndinni. Stutt á ströndina og verslunarmiðstöðvar í léttu göngufæri.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 29 km
- Frá strönd: Við Ensku ströndina
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Sundlaug
- Líkamsrækt
- Heilsulind
- Gestamóttaka
- Bar
- Veitingastaður
Vistarverur
- Herbergi
- Minibar
- Loftkæling: og upphitun
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið, Hálft fæði