The Laguna, Balí

Vefsíða hótels

Einstaklega falleg lúxushótelsamstæða við ströndina á Nusa Dua. Veitingastaðir, barir, sundlaugar og heilsulind og 5 mínútna akstur að næstu verslunarmiðstöð.

Í The Laguna eru 287 rúmgóð tveggja manna herbergi, stúdíó og svítur, auk tíu smáhýsa og villa sem rúma allt að fjóra. Innréttingar eru glæsilegar og stílhreinar, í dökkum við með ljósu áklæði. Tekkparkett er á gólfum og handofnar mottur. Allar vistarverur eru búnar stillanlegri loftkælingu, 42 tommu flatskjársjónvarpi, smábar og öryggishólfi, straujárni og straubretti. Á baðherbergjum er hárþurrka, baðsloppar og inniskór, hornbaðker með sturtu og hágæða baðvörur. Þráðlaus nettenging er ókeypis og þjónar færa gestum kaffi og te á herbergin að kostnaðarlausu. Ýmist eru rúmgóðar svalir eða verönd með beinu aðgengi að sundlaugum og lónum.

Það er algjör óþarfi að láta bragðlaukana verða út undan í dekrinu og hér er svo sannarlega hægt að láta gæla við þá. Á veitingastaðnum Banyubiru er hægt að fylgjast með kokkunum að störfum og þar er boðið upp á asíska og alþjóðlega rétti af hlaðborði og úrval rétta af matseðli. Arwana er með útsýni yfir hafið og þar er áherslan á ferskt sjávarfang, ostrur og sushi. Cornerstone býður fjölda sælkerarétta og úrvalið í vínkjallaranum er fjölbreytt. Barir eru þrír og þar er hægt að næla sér í létta rétti, kokteila, vín og aðra svalandi drykki.

Hótelgarðurinn er gróinn og afskaplega fallegur, þar eru sjö sundlaugar og manngerð lón sem samtals ná yfir 5.000 fermetra. Sólbaðsaðstaða er til fyrirmyndar, bæði í garðinum og við ströndina. 
Heilsulindin er glæsileg og býður upp á fimm stjörnu dekur, gufubað, nudd- og slökunarmeðferðir, vax og aðrar líkamsmeðferðir. Líkamsræktaraðstaðan er opin allan sólarhringinn og starfsfólk sér um fasta tíma í þjálfun og hreyfingu í garðinum. 

Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er bílaleiga, hraðbanki, smáverslanir og þvotta- og þurrhreinsiþjónusta.
The Laguna er einstaklega fallegt lúxushótel með grónum garði, manngerðum lónum og ómótstæðilegu útsýni yfir Indlandshafið. Betri stað til að endurnæra líkama og sál er varla hægt að hugsa sér. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 15 km
 • Strönd: Við strönd
 • Veitingastaðir: Á hótelinu

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun