fbpx Larespark Istanbul | Vita

Larespark Istanbul
4 stars

Vefsíða hótels

Mjög gott hótel við Taksim torgið í hjarta Istanbúl. Á hótelinu er fyrirtaks veitingastaður og glæsileg heilsulind.

Á öllum herbergjum er gervihnattasjónvarp, loftkæling, þráðlaust internet, smábar, búnaður til að laga te og kaffi, öryggishólf og sími. Á baðherbergjum er baðkar með sturtu, sloppar og hárþurrka. 

Á hótelinu er glæsileg heilsulind þar sem er nuddpottur, sauna og hægt að fara í tyrkneskt bað. Einnig, nudd og ýmiskonar dekur. Einnig vel búin líkamsrækt og upphituð innilaug. Á Vitamin Bar er í boði heilsufæði og ávaxtasafar.

Á veitingastaðnum Portofino Stage er boðið upp á dýrindis mat frá Miðjarðarhafinu og á Turkuaz  er vel útlátið hlaðborð. Á Park Café er hægt að fá kaffi, te og meðlæti.

Fjarlægðir

  • Miðbær: Í göngufæri við Taksim torg í miðborginni
  • Flugvöllur: 18,6 km, um hálftíma akstur
  • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Bar
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Nettenging

Vistarverur

  • Hárþurrka
  • Kaffivél
  • Minibar
  • Sjónvarp
  • Öryggishólf

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun