Leon d´Oro

Vefsíða hótels

Stórt en gott hótel, stutt frá lestarstöðinni og um 15 mín ganga er í miðborgina. 

Í hótelinu eru um 200 vistarverur, hægt er að velja um einstaklings eða tveggja manna herbergi sem geta rúmað þrjá með aukarúmi. Svítur rúma tvo fullorðna. Herbergin eru mismunandi að stærð og mismikill íburður er í innréttingum, en öll eru þau hlýlega og fallega innréttuð í klassískum ítölskum stíl. Ýmist er teppi eða parkett á gólfum. Alls staðar er loftkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, smábar, öryggishólf og þráðlaust internet. Á marmaraklæddum baðherbergjunum er baðker eða sturta, hárþurrka, baðvörur og sumum fylgja inniskór. 

Þeir á hótelinu eru sannfærðir um að morgunverðurinn sé mikilvægasta máltíð dagsins og það sést á hlaðborðunum sem svigna undan bæði heitum og köldum réttum, og glútenlausum valkostum eða hitaeiningasnauðum sem fyrir þá sem það kjósa. 
Veitingastaðurinn Salgari er opinn í hádeginu og á kvöldin og þar er lögð áhersla á sérrétti Veróna auk hefðbundinna ítalskra rétta af matseðli og ferskasta hráefni hverju sinni. Sérstakur matseðill er fyrir börnin. Andrúmsloftið á setustofubarnum er notalegt og þar gott að setjast niður í lok dags með ljúfan drykk.  

Gestamóttakan er tilkomumikil, marmaraklædd gólf og súlur og ljósakrónur úr Murano-gleri lýsa gestum leið. Móttakan er opin allan sólarhringinn, þar er farangursgeymsla og þvotta- og þurrhreinsiþjónusta auk þess sem starfsfólk aðstoðar við miðakaup og ferðaupplýsingar. 

Leon d'Oro er gott hótel, stutt frá lestarstöðinni í Veróna. Verslunargötur og gamli bærinn með Arena-hringleikahúsinu og öllum sínum sjarma er í göngufæri, en einnig er auðvelt að komast þangað með almenningssamgöngum eða leigubílum. 

 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 12 km
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
 • Miðbær: Í göngufæri við gamla bæinn

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður