Leonardo Plaza, Eilat

Vefsíða hótels

Gott hótel á frábærum stað í við Rauðahafsströndina í Eilat. Einkaströnd og aðeins 10-15 mínútna gangur inn í miðbæinn sem iðar af lífi með fjölda verslana, veitingastaða og skemmtistaða. 

Í hótelinu eru 300 rúmgóð herbergi og svítur. Herbergin eru 22-26 fermetrar og rúma tvo eða þrjá fullorðna eða tvo fullorðna og tvö börn. Innréttingar eru smekklegar, í hlýjum litum. Teppi eru á gólfum. Frá öllum herbergjum er útsýni yfir hafið og við flest þeirra eru svalir búnar húsgögnum. Alls staðar er loftkæling og upphitun, flatskjársjónvarp, sími, smábar, öryggishólf og aðstaða til að laga kaffi og te. Á baðherbergjum er hárþurrka og baðvörur. Deluxe herbergi eru stærri, með stórum svölum og þeim fylgir aðgangur að sérstakri setustofu þar sem aldurstakmark er 18 ár. Ókeypis þráðlaus nettenging er á öllu hótelinu.

Morgunverðarhlaðborð með heitum og köldum réttum er í veitingasal og þar svigna borðin undan úrvali alþjóðlegra og ísraelskra rétta á kvöldin. Alþjóðleg matargerð er í hávegum höfð á veitingastaðnum við sundlaugina og þar er einnig hægt að fá snarl yfir daginn. Á Broadway-klúbbnum er skemmtidagskrá og lifandi tónlist og þar er hægt að taka sporið í lok dags. 

Coral Spa heilsulindin í hótelinu er með heitan pott, gufubað og líkamsræktaraðstöðu með nýlegum tækjum. Hægt er að panta nudd og aðrar líkams- og snyrtimeðferðir.

Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar, þar af önnur busllaug. Sólbaðsaðstaða er til fyrirmyndar með sólbekkjum og sólhlífum og krakkaklúbbur er starfræktur. Þeir sem njóta þess að finna mjúkan sand undir iljunum og dýfa sér í saltan sjó eru á rétta staðnum því að beint aðgengi er að einkaströnd hótelsins. 
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn, þar er boðið upp á gjaldeyrisskipti, þvotta- og þurrhreinsiþjónustu. 

Leonardo Plaza er á frábærum stað við ströndina í Eilat. Aðeins er nokkurra mínútna gangur inn í miðbæinn með fjölda verslana og veitingastaða. Gestir geta fengið lánuð hjól og notið þess að skoða hafnarsvæðið og nágrennið og fengið leiðbeiningar um aðrar góðar hjóla- og gönguleiðir í nágrenni hótelsins. 

Fjarlægðir

 • Miðbær: 10-15 min gangur inn í miðbæ Eilat

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Verönd/svalir: Flest herbergi með verönd eða svalir

Fæði

 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun