Leonardo Royal Haymarket
Vefsíða hótels

Leonardo Royal Haymarket er heillandi hótel á góðum stað í hjarta þessarar sögufrægu höfuðborgar Skotlands, Edinborg. Hótelið er á rólegum stað en þó aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá öllu því helsta í iðandi borgarlífinu. Jafnframt er stutt í helstu samgöngur frá hótelinu.
Á hótelinu eru 282 herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Herbergin eru snyrtileg og rúmgóð. Þau eru innréttuð í notalegum breskum stíl. Veggirnir eru skreyttir fallegum málverkum og ljós viðarhúsgögn, fallegt gólfteppi og stillanleg lýsing gera vistarverurnar hlýlegar. Í öllum herbergjum er loftkæling, frítt internet, flatskjársjónvarp með úrvali af fjölbreyttum stöðvum, kaffivél, öryggishólf og skrifborð. Á baðherbergjum eru baðkar, sturta og helstu snyrtivörur.
Á hótelinu er afslappaður veitingastaður þar sem hægt er að panta klassískan enskan pöbbamat. Þar er einnig borinn fram morgunverður að hætti innfæddra (full English breakfast) ásamt fjölbreyttum valkostum af hlaðborði. Á hótelinu er einnig rólegur bar þar sem er gott að slaka á og fá sér nokkra drykki eftir matinn eða yfir daginn. Í næsta nágrenni við hótelið eru einnig fjölmargir frábærir veitingastaðir og barir sem hægt er að setjast inn á, njóta matar og drykkjar og hlaða batteríin eftir viðburðaríkan dag. Á Leonardo Royal hótelinu er herbergisþjónusta í boði sem er frábær kostur til dæmis ef gestir vilja panta mat til að njóta á herberginu sínu. Á matseðlinum eru til dæmis nokkrir girnilegir valkostir þegar kemur að eftirréttum.
Edinborgarkastalinn, Princes Street verslunargatan, dýragarðurinn og helstu ráðstefnuhallir og íþróttaleikvangar eru í næsta nágrenni við hótelið. Leonardo Royal er því er frábær kostur fyrir ferðamenn, hvort sem þeir leita að skemmtun, listum, menningu, íþróttum eða eru staddir í borginni vegna vinnu. Þeir sem hafa áhuga á að spila golf ættu svo endilega að skoða einhvern af hinum frábæru völlum sem eru í grennd við borgina.
Fjarlægðir
- Miðbær: Nálægt t.d. Saint Mary's Cathedral, Usher Hall tónleikahöll og Traverse og Royal Lyceum leikhúsum
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Kaffivél
- Hárþurrka
- Herbergi
- Loftkæling: og kynding
Fæði
- Morgunverður