Lito Beach, Gerani
Vefsíða hótels
Lito beach er hótel og íbúðahótel sem er staðsett á ströndinni í Gerani, í um 2,5 km fjarlægð frá Platanias og 15 km frá Chania. Heillandi útsýni út á Miðjarðarhafið, yndislegt veðurfar og allt til alls fyrir gott frí.
Á hótelinu eru 50 stílhrein og hlýlega innréttuð herbergi og íbúðir. Húsgögn eru úr dökkum viði og ljósar flísar eru á gólfum. Hér er um að ræða vistarverur af öllum stærðum og gerðum; tveggja til þriggja manna herbergi, stúdíóíbúðir, eins til tveggja herbergja íbúðir og svítur. Í öllum vistarverum eru loftkæling, internet, sjónvarp, öryggishólf, sími og míníbar ásamt því að allar vistaverur hafa verönd eða svalir. Í íbúðum eru svefnherbergi og setustofur ásamt léttum eldhúsum. Baðherbergin eru flísalögð en þar eru baðkar með sturtu, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Hótelgarðurinn er fallegur og gróinn en í honum eru útisundlaug, barnasundlaug og góð sólbaðsverönd með sólbekkjum og öllu sem þarf til að slaka á og njóta sólarinnar. Í garðinum er einnig leiksvæði fyrir börnin og bar er við sundlaugina þar sem hægt er að nálgast svalandi drykki, létta rétti eða kaffiveitingar. Á hótelinu er einnig veitingastaður sem býður upp á spennandi Miðjarðarhafsrétti í hádeginu og á kvöldin. Einnig er herbergisþjónusta í boði á hótelinu.
Við hótelið eru frí bílastæði svo tilvalið er að leigja bíl og skoða sig um á eyjunni. Hótelið hentar fjölskyldufólki og öðrum ferðamönnum sem vilja dvelja í fallegu umhverfi, kósý andrúmslofti og fá úrvals þjónustu frá vingjarnlegu starfsfólki.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 34 km
- Strönd: Um 200 m á strönd
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Íbúðir
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Loftkæling: og kynding
Fæði
- Án fæðis