fbpx Los Alisios, þægilegar íbúðir í Los Cristianos.

Coral Los Alisios Apartments, Los Cristianos
3 stars

Vefsíða hótels

Coral Los Alisios Apartments er þægileg íbúðasamstæða í fallega bænum Los Cristianos. Hentar vel þeim sem kjósa rólegheitaumhverfi þó að stutt sé í verslanir, veitingahús og golfvöll.

Íbúðasamstæðan samanstendur af 146 rúmgóðum 70 og 120 fermetra íbúðum. Minni íbúðirnar eru með einu svefnherbergi og rúma tvo einstaklinga en í þeim stærri eru tvö svefnherbergi og rúma þær allt að fjóra. Allar eru þær innréttaðar á nútímalegan og stílhreinan hátt, í björtum litum í bland við hvítt. Dökkt parkett er á gólfum. Í íbúðunum er flest það sem telst til nútímaþæginda, flatskjársjónvarp, sími, vifta er í lofti og öryggishólf fæst gegn gjaldi. Eldhúskrókur er búin öllu sem þarf til eldamennsku, þar eru hellur, kaffivél, ísskápur, örbylgjuofn og öll helstu áhöld. Rúmgóðar svalir með húsgögnum fylgja öllum íbúðum. Þráðlaus netaðgangur er í íbúðum gegn gjaldi.
Hægt er að leigja handklæði fyrir sundlaugargarðinn á 1 evru í móttöku. 

Í samstæðunni er hlaðborðsveitingastaður með stórri verönd og þar er hægt að fylgjast með kokkunum töfra fram ljúffenga Miðjarðarhafsrétti. Morgunverður er borinn fram á þessu svæði en hádegis- og kvöldverður er stundum einungis í boði á veitingastaðnum við sundlaugina. Þetta fer eftir bókunarstöðu á hótelinu. Lágmarksfjölda þarf fyrir hlaðborðið.

Í miðju íbúðasamstæðunnar er fallegur garður með sundlaug og góðri sólbaðsaðstöðu, þar eru sólbekkir og sólhlífar. Sundlaugarbarinn kemur þeim til bjargar sem vilja ekki ofþorna í sólinni með úrvali og ljúffengra áfengra jafnt sem óáfengra drykkja. Nokkur kvöld vikunnar er skemmtidagskrá með lifandi tónlist.

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar töskugeymsla, hægt er að skipta gjaldeyri og leigja reiðhjól eða bíl. Kjörbúð er í samstæðunni, þvottahús með sjálfsafgreiðslu, leikherbergi fyrir börnin og billjarð- og borðtennisborð fyrir þá eldri og tennisvellir eru á lóðinni.

Hótelið stendur efst í brekku en rétt hjá er Las Americas-golfvöllurinn og 10 mínútna gangur er niður í fallega miðbæinn í Los Cristianos og 5 mínútur til viðbótar að rölta niður á strönd eða að smábátahöfninni.

Fjarlægðir

 • Frá flugvelli: 15 km
 • Frá strönd: 15 min í strönd

Aðstaða

 • Nettenging: Gegn gjaldi
 • Sundlaug
 • Gestamóttaka
 • Barnaleiksvæði
 • Bar
 • Veitingastaður

Vistarverur

 • Íbúðir
 • Ísskápur
 • Kaffivél
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi
 • Sjónvarp

Fæði

 • Allt innifalið, Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun