Lutecia Smart Design

Vefsíða hótels

Mjög gott hótel í Lissabon. Skemmtilegt þema er á hverri hæð fyrir sig, diskó, allt hvítt, himinblátt eða sjóðheitt. Átta hæðir, hver hönnuð á sinn hátt. Heilsulind, dekur, góður matur og stutt í verslanir, veitingastaði og líf og fjör á Avenida de Roma.

Í þessu níu hæða hóteli eru 175 rúmgóðar vistarverur sem skiptast í herbergi sem rúma frá tveimur og allt að sex einstaklinga og tveggja manna svítur. Allar eru þær nýuppgerðar, hver í sínum skemmtilega stíl. Innréttingar eru nútímalegar en litir, lýsing og skrautmunir eru mismunandi. Parkett er á gólfum. Öll nútímaþægindi eru til staðar, stillanleg loftkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, smábar, öryggishólf og ekki má gleyma espresso-kaffivélinni. Hárþurrka er á baðherbergjum og baðvörur og ókeypis nettenging á öllum herbergjum. Stórir gluggar með góðu útsýni eða svölum eru við öll herbergi.

Ríkulegt morgunverðarhlaðborð með heitum og köldum réttum er í veitingasal. Á veitingastaðnum In Fusion er mikill metnaður lagður í matargerðina – hingað koma fleiri en bara hótelgestir. Áherslan er á portúgalska matargerð í bland við indverska, ávallt með frumleika og ferskt hráefni í forgrunni. Á setustofubarnum er gott úrval drykkja í boði ásamt léttum réttum og snarli og þar er hægt að 
Ef ætlunin er ekki einungis að æða út um alla borg heldur ná góðri hvíld á stuttum tíma er þetta rétti staðurinn. Heilsulindin býður upp á líkamsmeðferðir af öllum gerðum, slakandi, hressandi, sogæðanudd og vaxmeðferðir. Líkamsræktaraðstaðan er einnig góð. 

Lutecia hótelið er á góðum stað í rólegri götu. Örstutt frá lífinu og fjörinu á Avenida de Roma þar sem úir og grúir af veitingastöðum og verslunum. 200 metrar eru í næstu neðanjarðarlestarstöð og því stutt í öll helstu kennileiti, söfn, verslanir og hvað annað sem hugurinn girnist.

 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 4 km
 • Miðbær: Örstutt frá Avenida de Roma
 • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Verönd/svalir: Stórir gluggar með góðu útsýni eða svölum við herbergi.

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun