fbpx Magic Tropical Splash, Benidorm | Vita

Magic Tropical Splash, Benidorm

Vefsíða hótels

Ævintýralegt íbúðahótel með vatnsrennibrautagarði og skemmtun fyrir alla aldurshópa. Sjóræningjaþema, heilsulind og stutt í ströndina og nálæga skemmtigarða.

Þetta nýuppgerða íbúðahótel er með 326 íbúðum sem henta fjölbreyttum fjölskyldugerðum, en í boði eru allt frá tveggja manna íbúðum upp í 8 manna íbúðir. Íbúðirnar eru bjartar og rúmgóðar með flísum á gólfi. Allar íbúðirnar eru með a.m.k. tvö herbergi og eitt baðherbergi, loftkælingu, tvö sjónvörp, síma, ísskáp og eldunaraðstöðu sem er mismunandi milli íbúða. Stærri íbúðir eru með eldhús á meðan minni íbúðir eru með rafmagnshellu og örbylgjuofn. Baðherbergin eru flísalögð með baðkari og sturtu, hárblásara og snyrtispegli. Flestar íbúðirnar hafa svalir eða verönd með útihúsgögnum. 

Á hótelinu eru fjölbreyttir veitingastaðir og snarlbarir sem eru opnir í 16 tíma sólarhringsins. Morgunmatur er borinn fram á girnilegu hlaðborði. Við sundlaugina er hægt að fá léttar máltíðir og drykki. Einnig eru á hótelinu þemabarir og kaffitería þar sem hægt er að gæða sér á ljúffengum veitingum.

Fjölskylduævintýrið byrjar í hótelgarðinum sem er 3000m² sjóræningjaþemagarður með meira en 6 vatnsrennibrautum, risastóru sjóræningjaskipi og fleiri vatnaskemmtunum. Í garðinum er gríðarstór sundlaug með nuddpotti sem er bara fyrir fullorðna og gott sólbaðssvæði þar sem hægt er að slaka á og njóta sólarinnar á góðum sólbekkjum. Á hótelinu er líkamsræktarstöð og frábær heilsulind með tyrknesku baði og gufubaði.

Krakkaklúbbur sér um að skemmta börnunum og jafnvel fræða þau í leiðinni en á hótelinu er líka minigolfvöllur, körfuboltavöllur og leiksvæði. Í hótelgarðinum er stór LED skjár þar sem eru sýndar kvikmyndir, íþrótta- og tónlistarviðburðir. Inni er hægt að leika sér í fjölbreyttum tölvuspilum og prófa sig áfram með sýndarveruleika. Hægt er að spila borðtennis, billjarð eða fara í pílukast. Ef stefnan er tekin út af hótelinu er stutt á Poniente ströndina en þar er til dæmis hægt að prófa ýmsar vatnaíþróttir. Miðbær Benidorm, þar sem er fullt af skemmtilegum börum, veitingahúsum og verslunum, er svo í um 15 mínútna bílferð í burtu. Á hótelinu eru frí bílastæði svo hægt er að leigja sér bíl og fara í könnunarleiðangur um svæðið.

Magic tropical splash íbúðahótelið er staðsett nálægt ströndinni, rétt fyrir utan Benidorm. Þarna ættu allar fjölskyldur að finna gistimöguleika og skemmtun við sitt hæfi.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 52 km
 • Strönd: nálægt strönd
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Íbúðir
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Ísskápur
 • Hárþurrka
 • Verönd/svalir: Flestar íbúðir hafa svalir eða verönd.

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun