Marconfort Atlantic Gardens, Playa Blanca
Vefsíða hótels

Fallegt smáhýsahótel á besta stað við ströndina í Playa Blanca. Eingöngu ætlað fullorðnum og því fullkominn staður til að slaka á og endurnærast.
Hótelið samanstendur af rúmgóðum smáhýsum, með einu eða tveimur svefnherbergjum, ætluð frá einum og allt að fjórum einstaklingum. Innréttingar eru snyrtilegar, í hvítum litum, með bláum og blágrænum litum í áklæði og gluggatjöldum. Hvítar flísar á gólfum. Í setustofu er svefnsófi, stólar og borð. Alls staðar er loftkæling og upphitun, ísskápur, teketill með instant kaffi og tei, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, sími og straujárn. Öryggishólf er gegn gjaldi. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka, snyrtispegill. Alls staðar er verönd með stólum og borði. Útsýni er ýmist yfir hafið og eyjuna Fuerteventura eða hótelgarðinn. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu á öllu hótelsvæðinu.
Morgunverður, hádegis- og kvöldverður er af hlaðborði og hægt er að velja um að borða undir beru lofti eða inni í veitingasal. Snarlbar er opinn frá klukkan 11 til 18 og á Coco Bongo barnum er lifandi tónlist flest kvöld og ljúffengir drykkir í boði.
Í hótelgarðinum eru pálmatré og fallegur gróður, þar eru tvær sundlaugar, önnur upphituð um vetur, og nuddpottur. Sólbekkir og balíbeddar með skyggni eru í kringum laugarnar. Við hótelið eru einnig tennisvellir, mínígolf og blakvöllur. Boðið er upp á afþreyingu yfir daginn og fram á kvöld en allt er það lágstemmt til að gestir getir notið hvíldar og slökunar.
Í hótelinu heilsulind með líkams- og fegrunarmeðferðum, gufubað og hvíldarhreiður auk lítillar líkamsræktaraðstöðu.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og starfsfólk aðstoðar við að skipuleggja ferðir, leigja bíla og hjól. Þar er einnig þvottahús með sjálfsafgreiðslu.
Hótelið er á frábærum, rólegum stað við ströndina í Playa Blanca. Þess ber að geta að ströndin er ekki sandströnd, en þær eru ekki langt undan. Falleg göngugata liggur meðfram sjávarsíðunni og einungis fimm mínútna akstur er inn í miðbæinn og að næsta golfvelli. Einnig er fjöldi göngu- og hjólaleiða í næsta nágrenni.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 mín
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Íbúðir
- Nettenging: Frítt Wi-Fi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Ísskápur
- Hárþurrka
- Íbúðir
- Kaffivél: Hraðsuðuketill
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði