Marjan Island Resort & Spa, Ras Al Khaimah
Vefsíða hótels

Upplifðu glæsileika Arabíu í ógleymanlegu fríi á fimm stjörnu Marjan Island Resort & Spa í Ras Al Khaimah, þar sem minningar um sól, sjó og hvítan sand bíða þín.
Hótelið er staðsett á Al Marjan eyju, sem er stórkostlegur og manngerður áfangastaður. Hann samanstendur af fjórum kóral-laga eyjum sem opnast út til glitrandi vatns við Persaflóa. Þetta er áfengislaus dvalarstaður sem er innblásinn af aldagamalli hefð arabískrar gestrisni og býður ferðamönnum að njóta þess besta í fjölskylduskemmtun, vellíðan og sólríkum ævintýrum.
Aðstaðan er hin stórglæsilegasta, en þarna eru 7 veitingastaðir og kaffihús, hægt er að láta dekra við sig á lúxus heilsulind hótelsins og á snyrtistofunni, þar sem hægt er að panta í hinar ýmsu snyrtimeðferðir. Þarna er meira en nóg fyrir alla, konur og kalla á hvaða aldri sem er. Hvort sem þú vilt drekka í þig sólina við einkaströndina, sundlaugarnar þrjár eða skella þér í vatnsíþróttir í sjónum. Ekki má heldur gleyma börnunum en þarna er sannkölluð barnaparadís og bíður þeirra undraheimur í krakkaklúbbnum. Marjan Island Resort & Spa er með 299 herbergi og er gimsteinn í kórónu Ras Al Khaimah og þú upplifir ekta arabískrar lúxus. Gerðu þig tilbúinn fyrir sannarlega eftirminnilega dvöl.
Ferðamannaskattur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Skatturinn er 6 dirhams á mann á nótt, á hótelum í Ras Al Khaimah.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 mín
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Morgunverður