Marlin hotel
Vefsíða hótels

Marlin er nýlegt og virkilega fallega hannað hótel í hjarta Dublin. Það er staðsett við hliðina á verslunarmiðstöð og einungis í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá því helsta sem hægt er að sjá og gera í borginni.
Hótelið er með um 300 herbergi og er öll hönnun þess mjög heillandi. Herbergin eru björt og rúmgóð með ljósum innréttingum. Rúmin eru breið eða 2m og í öllum herbergjum er eitt tvöfalt rúm, ekki er hægt að fá tvö aðskilin.
Lýsingin býður upp á fjölmargar stillingar og myrkvunargluggatjöld eru á staðnum. Í herbergjunum er líka flatskjár, hljóðkerfi, upplýstur spegill, loftkæling, öryggishólf og sími.
Baðherbergin eru nýtískuleg með sturtu, hárþurrku, handklæði og snyrtivörum.
Hótelið er hannað með það að markmiði að gestir geti slakað á í þægilegu og glæsilegu umhverfi.
Gestir á hótelinu skrá sig inn í gegnum sjálfsafgreiðslukerfi. Góð vinnuaðstaða er á hótelinu svo hægt er að koma sér fyrir á góðum stað og klára verkefnin sín.
Girnilegur veitingastaður er á fyrstu hæð hótelsins þar sem gestir geta upplifað ljúffenga máltíð og einnig bar sem lofar góðu.
Þarna er því allt til alls þegar kemur að því að eiga eftirminnilega stund í þessari heillandi borg.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 13 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður