fbpx Marylanza íbúðir. Íbúðahótel á Tenerife

Marylanza íbúðir, Playa de las Américas
4 stars

Vefsíða hótels

Marylanza er gott íbúðahótel við Las Americas golfvöllinn á Amerísku ströndinni. Ströndin og miðbærinn með iðandi mannlífi, veitingastöðum og verslunum er í léttu göngufæri. Hentar vel barnafjölskyldum.

Í hótelinu eru 217 bjartar og rúmgóðar íbúðir, ýmist með einu eða tveimur svefnherbergjum, og rúma frá fjórum og upp í sex einstaklinga. Stærri íbúðirnar eru á tveimur hæðum. Innréttingar eru stílhreinar og fallegar, ljósir veggir og gólf, húsgögn í dökkum við. Flísar eru á gólfum. Sjónvarp með gervihnattarásum er í öllum íbúðum og öryggishólf, gegn gjaldi. Í eldhúskrók er helluborð, örbylgjuofn, kaffivél, ísskápur og öll nauðsynleg áhöld. Á baðherbergjum er hárþurrka og baðker með sturtu. Verönd eða svalir með húsgögnum eru við allar íbúðir. Nettenging er gegn gjaldi. 

Á hlaðborðsveitingastaðnum Tagoror er borinn fram morgunverður, hádegis- og kvöldverður. Matreiðslan er alþjóðleg, með mismunandi þema, og hægt er að fylgjast með kokkunum að störfum. Við sundlaugina er snarl- og drykkjabarinn La Palapa, þar sem boðið er upp á rétti af hlaðborði og matseðli í bland við ljúffenga drykki. Á Kentia eru í boði sælkeraréttir af matseðli. Setustofubarinn er opinn fram á kvöld og þar er hægt að sötra kaffidrykki jafnt sem kokteila undir lifandi tónlist. Skemmtidagskrá er nokkur kvöld vikunnar með diskóteki og annarri afþreyingu fyrir allan aldur. 
Sýningarnar eru fjölskylduvænar.
Barnaklúbbur er starfandi um 4 klst á dag og mini-disco öll kvöld. 

Í hótelgarðinum eru þrjár sundlaugar, bláa, græna og barnalaugin. Græna laugin og barnalaugin eru upphitaðar. Sólbaðsaðstaða er til fyrirmyndar með sólbekkjum, sólhlífum og handklæðaþjónustu. Sérstakt leiksvæði er fyrir börnin.  
Heilsulindin Spacio10 er í hótelinu. Þar er gufubað og tyrkneskt bað, góð innisundlaug og hvíldarhreiður. Boðið er upp á nudd og aðrar líkamsmeðferðir. Líkamsræktaraðstaðan er  hin glæsilegasta. 

Marylanza íbúðahótelið hentar þeim sem þrá hvíld og endurnæringu á líkama og sál, hvort sem er með því að slaka á í heilsulindinni og liggja á sundlaugarbakkanum en ekki síður þeim sem nærast á lífi, fjöri og nægri hreyfingu. Líkamsræktaraðstaðan er til fyrirmyndar og Las Americas golfvöllurinn er við hlið hótelsins. Stutt er í miðbæinn með verslunum og veitingastöðum og ströndin er í léttu göngufæri. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 17 km
 • Miðbær: Í léttu göngufæri
 • Strönd: ca 1 - 1.5 km

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Íbúðir
 • Lyfta
 • Nettenging: Gegn gjaldi
 • Líkamsrækt: Gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Íbúðir
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun