fbpx Maspalomas Princess | Vita

Maspalomas Princess
4 stars

Vefsíða hótels

Maspalomas Princess er mjög gott og fjölskylduvænt hótel á rólegum stað í hjarta Maspalomas á Kanarí, stutt frá sandöldunum frægu og Maspalomas golfvellinum. Strætó stoppar fyrir utan hótelið og því tekur aðeins nokkrar mínútur að komast í iðandi mannlífið.

Hótelið er fjögurra stjörnu og var allt tekið í gegn árið 2019 og er aðstaðan hin glæsilegasta, sem dæmi má nefna frábæran sundlaugagarð með sérsvæði fyrir yngstu börnin þar sem má finna skemmtilegar vatnsrennibrautir, leiksvæði og barnaklúbb. Er því eitthvað um að vera allan daginn. Á kvöldin er svo mini disco. Fyrir þá sem vilja slappa af er sérstakt svæði aðeins ætlað fullorðnum, en þar er sundlaug og sólbaðsaðstaða svo eitthvað sé nefnt og áhersla lögð á rólegheit og afslappandi andrúmsloft.  Tilbúin strönd er einnig í garðinum og má einnig finna við eina sundlaugina, þar er hægt að fara í sólbað á sólbekkjum sem liggja á hvítum sandi rétt eins og um væri að ræða fallega sandströnd. Allt um kring í sundlaugargarðinum er fínasta sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og sólhlífum. Nokkrar brýr liggja yfir laugarnar sem tengja svæðin saman. Þar á milli eru eyjur þar sem m.a. er snarlbar o.fl.

Hótelið er með 389 herbergi á fjórum hæðum.  Hægt er að velja um mismunandi herbergjatýpur eftir því sem hentar hverjum og einum. Fyrir stærri fjölskyldur er hægt að fá samtengd herbergi sem rúma allt að fjóra fullorðna og tvö börn. Öll eru herbergin rúmgóð og vel búin nútímaþægindum eins og sjónvarpi, síma, loftkælingu, litlum ísskápi, þráðlausu interneti og öryggishólfi. Baðherbergi eru ýmist með baðkari eða sturtu og helstu baðvörum (hárnæring, sjampó og sturtusápa). 

Allt innifalið er í boði á hótelinu og eru veitingastaðirnir samtals fimm, ásamt fimm börum. Þar má m.a. finna ítalskan og asískan veitingastað, snarlbari og  hlaðborðsveitingastað þar sem bornir eru fram bæði þjóðlegir og alþjóðlegir réttir. Hægt er að panta gegn aukagjaldi "Allt innifalið Plús" en það er eingöngu í boði fyrir 18.ára og eldri og felur í sér meira úrval af áfengum drykkjum. Starfsfólk sér um afþreyingu frá morgni til kvölds og er m.a. hægt að stunda vatnsleikfimi, körfubolta, fótbolta, strandblak, borðtennis og tefla á risa taflborði. Líkamsræktaraðstöðuna geta gestir nýtt sér að kostnaðarlausu. Lítil heilsulind er einnig á hótelinu þar sem hægt er að panta gegn gjaldi í ýmsar snyrtimeðferðir. 

Maspalomas Princess er mjög gott hótel í hjarta Maspalomas. Frábær valkostur fyrir fjölskyldur og þá sem vilja hafa það gott í fríinu sínu. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 34 km.
 • Miðbær: Í hjarta Maspalomas
 • Veitingastaðir: Í næsta nágrenni
 • Strönd: 2,3 km. Maspalomas ströndin

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Handklæði fyrir hótelgarð
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Loftkæling: og upphitun
 • Kaffivél: Hægt að biðja um

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun