fbpx Maspalomas Princess | Vita

Maspalomas Princess
4 stars

Vefsíða hótels

Hér er hlekkur með öllum helstu upplýsingum um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Maspalomas Princess

Maspalomas Princess er mjög gott og fjölskylduvænt hótel á rólegum stað í hjarta Maspalomas á Kanarí, stutt frá sandöldunum frægu. Strætó stoppar fyrir utan hótelið og því tekur aðeins nokkrar mínútur að komast í iðandi mannlífið á Ensku ströndinni.

Í hótelinu eru 439 rúmgóð herbergi sem rúma tvo fullorðna og eitt barn og svítur sem rúma tvo fullorðna og tvö börn. Hægt er að fá samliggjandi fjölskylduherbergi.
Innréttingar eru stílhreinar og snyrtilegar, í hvítum og brúnum litum. Plastparket er á gólfum. Alls staðar er loftkæling og upphitun og flatskjársjónvarp með gervihnattarásum.
Smábar, öryggishólf og þráðlaus nettenging eru gegn gjaldi. Á baðherbergjum er baðker með sturtu, hárþurrka og baðvörur. Alls staðar er verönd eða svalir búnar húsgögnum.

Morgunverðarhlaðborð er í veitingasal alla morgna, í hádeginu og á kvöldin. Á La Hacienda snýst valið um alþjóðlega rétti af matseðli og tapasrétti í hádeginu. Nokkrir barir eru bæði innan og utan dyra þar sem hægt er að snæða létta rétti, snarl og að sjálfsögðu gæða sér á ljúffengum drykkjum. Á píanóbarnum er lifandi tónlist fimm kvöld vikunnar.
Sundlaugarnar í hótelgarðinum eru sex, þar af eru tvær ætlaðar börnum. Aðallaugin er hönnuð eins og sjávarlón með strönd í kring. Allt um kring er fínasta sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og sólhlífum. Nokkrar brýr liggja yfir laugina og þar eru eyjar með bar og vellíðunaraðstöðu og með gufuböðum og þurrgufu og hægt er að fá nudd undir beru lofti.

Starfsfólk sér um afþreyingu frá morgni til kvölds og m.a. er hægt að stunda vatnsleikfimi, körfubolta, fótbolta, strandblak, borðtennis og tefla á risa taflborði.
Krakkaklúbbur er fyrir börnin. Líkamsræktaraðstöðuna geta gestir nýtt sér að kostnaðarlausu.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er þvotta- og þurrhreinsiþjónusta, bíla- og hjólaleiga, kjörbúð og apótek. 

Maspalomas Princess er mjög gott hótel í hjarta Maspalomas. Hér er allt til alls og þar að auki stoppa tveir strætóar fyrir utan hótelið svo að aðeins tekur nokkrar mínútur að komast í lífið og fjörið á Ensku ströndinni og skoða sig um í öðrum bæjum.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 34 km
 • Miðbær: Í hjarta Maspalomas
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Loftkæling: og upphitun

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun