Melia Benidorm
Vefsíða hótels

Melia Benidorm er fínt og flott hótel á góðum stað. Um 10 min gangur að Levante-ströndinni. Eitt besta hótelið á Benidorm með glæsileg sameiginleg salarkynni, frábæran sundlaugargarð og vel útbúna heilsulind.
Á hótelinu eru 526 björt og rúmgóð herbergi. Herbergin eru með svalir sem snúa ýmist út að hafi eða inn í garðinn. Hótelið er þó ekki alveg við ströndina. Hægt er að fá samliggjandi herbergi með ,,superior" herbergjum.
Athugið að VITA mælir með að bókað sé Superior herbergi fyrir 3 aðila ásamt ungabarni þar sem standard herbergin rúma ekki bæði auka rúm og barnarúm.
Í öllum herbergjum er gervihnattasjónvarp, sími, internet, útvarp, smábar, loftkæling, hárþurrka, marmaragólf, skrifborð, sófi og öryggishólf sem rúmar fartölvu (gegn gjaldi).
Á baðherbergjum er baðkar með sturtuhaus.
Nokkur veitingahús eru á hótelinu;
El Curt er með hlaðborð
El Moralet og á sundlaugarbarnum Chiringuito L'Illa er hægt að fá snarl og léttari rétti (ekki innifalið í verði fyrir hálft fæði).
Á bar hótelsins er líf og fjör.
Sundlaugargarðurinn er stór og glæsilegur, þar eru tvær stórar sundlaugar, barnalaug og sérstakt svæði fyrir börnin. Einnig er innilaug og nuddpottur. Heilsuræktin er glæsileg og þar er í boði fjölbreytt úrval snyrti- og nuddmeðferða auk þess sem hægt er að fá nudd á herbergjum.
Við sundlaugina er hægt að leigja handklæði. Greiða þarf 10 Evru tryggingagjald fyrsta daginn, sem fæst endurgreitt ef hótelgestir skila handklæðum sínum.
Gott hótel á fínum stað, rétt hjá Levante ströndinni. Nýlega voru allar lyftur endurnýjaðar. Fín sameiginlega salarkynni með tveimur byggingum, Poniente og Levante.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 56 km - 50 mín
- Miðbær: 2,5 km í gamla bæinn
- Strönd: 900 metrar að Levante ströndinni
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Frítt Wi-fi, það þarf að biðja um aðgangsorð í móttöku
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi, 1,50 evra á dag 10 evru trygging
Fæði
- Fullt fæði
- Hálft fæði